Söngkeppnin sem olli straumhvörfum í lífi Birgittu Haukdal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. janúar 2023 20:00 Birgitta Haukdal var gestur í Körrent. Stilla/Vísir Birgitta Haukdal var gestur í þriðja þætti af Körrent þar sem hún ræddi meðal annars um dómarastarfið í Idolinu og söngferilinn. Þá var hún meðal annars spurð hvað hefði skipt sköpum í hennar ferli. „Ég skal segja ykkur það, það er Söngkeppni framhaldsskólanna,“ sagði Birgitta þá og bætti við: „Ef ég hefði ekki tekið þátt í henni þá væri ég bara á Húsavík að vinna á leikskólanum eða í bakaríinu, sem væri fínt líka, en ég væri ekki að vinna við tónlist.“ Hér má sjá brot úr viðtalinu: Klippa: Söngkeppni framhaldsskólanna skipti sköpum fyrir Birgittu Haukdal Hefði líklega ekki þorað í Idolið Aðspurð hvort hún hefði farið í Idolið á þeim tíma ef ekki hefði verið fyrir Söngkeppnina svaraði Birgitta: „Það er alveg spurning. Ég held að ég hefði ekki þorað því sko. Mig hefði langað, ég hefði jafnvel mætt og verið í röðinni, fengið spjaldið og allt og svo hefði ég örugglega beilað. Ég var með rosalega lítið hjarta.“ Hún segist hafa upplifað efasemdir í eigin garð, eins og allir unglingar fara í gegnum. „Það efast allir unglingar um sig en eiga samt draum. Maður er alltaf að hugsa á ég að gera þetta, á ég að taka þátt, verður manni strítt, verður maður gagnrýndur, mun manni mistakast? Við erum öll að glíma við það sama sko, ég hafði rosa lítið hjarta. Ég man þegar ég var að taka þátt í undankeppninni, bara skólasöngkeppninni fyrir framhaldsskólakeppnina. Ég var að deyja úr stressi.“ Mikilvægt að mæta Birgitta Haukdal leggur því mikla áherslu á að kýla á hlutina. „Mér finnst líka svo mikilvægt, af því nú er ég dómari í Idolinu, að segja fólki að mæta. Ég tók tvisvar sinnum þátt í Söngkeppni framhaldsskólana áður en ég vann hana, sem sagt fyrir minn skóla. Ef ég hefði bara tekið einu sinni þátt og tapað og mætt aldrei aftur, þá væri ég ekki heldur að vinna við það sem mig dreymdi um. Þannig við verðum að mæta og taka þátt. Hvað er það versta sem getur gerst? Við komumst ekki áfram eða vinnum ekki.“ Þriðja þátt af Körrent má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir. Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. Körrent Tónlist Menning Idol Tengdar fréttir Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg. 23. janúar 2023 20:01 Annar þáttur af Körrent: Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 19. janúar 2023 20:01 „Með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra“ Idol kynnirinn og leikarinn Aron Már Ólafsson var gestur í síðasta þætti af Körrent. Þar ræddi hann meðal annars um Idolið og fór í svokallaðar „Körrent Questions“ þar sem hann var spurður spjörunum úr. 16. janúar 2023 20:00 Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 13. janúar 2023 15:01 Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. 12. janúar 2023 10:56 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Ég skal segja ykkur það, það er Söngkeppni framhaldsskólanna,“ sagði Birgitta þá og bætti við: „Ef ég hefði ekki tekið þátt í henni þá væri ég bara á Húsavík að vinna á leikskólanum eða í bakaríinu, sem væri fínt líka, en ég væri ekki að vinna við tónlist.“ Hér má sjá brot úr viðtalinu: Klippa: Söngkeppni framhaldsskólanna skipti sköpum fyrir Birgittu Haukdal Hefði líklega ekki þorað í Idolið Aðspurð hvort hún hefði farið í Idolið á þeim tíma ef ekki hefði verið fyrir Söngkeppnina svaraði Birgitta: „Það er alveg spurning. Ég held að ég hefði ekki þorað því sko. Mig hefði langað, ég hefði jafnvel mætt og verið í röðinni, fengið spjaldið og allt og svo hefði ég örugglega beilað. Ég var með rosalega lítið hjarta.“ Hún segist hafa upplifað efasemdir í eigin garð, eins og allir unglingar fara í gegnum. „Það efast allir unglingar um sig en eiga samt draum. Maður er alltaf að hugsa á ég að gera þetta, á ég að taka þátt, verður manni strítt, verður maður gagnrýndur, mun manni mistakast? Við erum öll að glíma við það sama sko, ég hafði rosa lítið hjarta. Ég man þegar ég var að taka þátt í undankeppninni, bara skólasöngkeppninni fyrir framhaldsskólakeppnina. Ég var að deyja úr stressi.“ Mikilvægt að mæta Birgitta Haukdal leggur því mikla áherslu á að kýla á hlutina. „Mér finnst líka svo mikilvægt, af því nú er ég dómari í Idolinu, að segja fólki að mæta. Ég tók tvisvar sinnum þátt í Söngkeppni framhaldsskólana áður en ég vann hana, sem sagt fyrir minn skóla. Ef ég hefði bara tekið einu sinni þátt og tapað og mætt aldrei aftur, þá væri ég ekki heldur að vinna við það sem mig dreymdi um. Þannig við verðum að mæta og taka þátt. Hvað er það versta sem getur gerst? Við komumst ekki áfram eða vinnum ekki.“ Þriðja þátt af Körrent má finna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir. Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Í þáttunum Körrent ætla þau Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir. Þættirnir verða aðgengilegir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera í dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Körrent Tónlist Menning Idol Tengdar fréttir Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00 Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg. 23. janúar 2023 20:01 Annar þáttur af Körrent: Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 19. janúar 2023 20:01 „Með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra“ Idol kynnirinn og leikarinn Aron Már Ólafsson var gestur í síðasta þætti af Körrent. Þar ræddi hann meðal annars um Idolið og fór í svokallaðar „Körrent Questions“ þar sem hann var spurður spjörunum úr. 16. janúar 2023 20:00 Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 13. janúar 2023 15:01 Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. 12. janúar 2023 10:56 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Þriðji þáttur af Körrent: Birgitta Haukdal og Gunnar Nelson Þriðji þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 26. janúar 2023 20:00
Skemmtilegast að syngja og reyna við fólk Annar þáttur af Körrent fór í loftið síðastliðið fimmtudagskvöld en þar var meðal annars rætt við tónlistarkonuna Ásdísi. Lögin hennar hafa slegið í gegn víða um heiminn en nýlega hélt hún vel sótta tónleika á Húrra, þar sem stemningin var gríðarleg. 23. janúar 2023 20:01
Annar þáttur af Körrent: Herra Hnetusmjör og ÁSDÍS Annar þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir eru sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 19. janúar 2023 20:01
„Með fullt skott af kók í dós, fullan bíl af fólki og ólöglegur að keyra“ Idol kynnirinn og leikarinn Aron Már Ólafsson var gestur í síðasta þætti af Körrent. Þar ræddi hann meðal annars um Idolið og fór í svokallaðar „Körrent Questions“ þar sem hann var spurður spjörunum úr. 16. janúar 2023 20:00
Fyrsti þáttur af Körrent: Idol og viðtöl við fólkið á djamminu Fyrsti þáttur af Körrent er kominn í loftið. Þættirnir verða framvegis sýndir á fimmtudögum á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ ásamt því að vera á dagskrá á Stöð 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir. 13. janúar 2023 15:01
Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth sameina krafta sína Áhrifavaldurinn Lil Curly, fjölmiðlakonan og plötusnúðurinn Dóra Júlía og útvarpskonan Kristín Ruth úr Brennslunni munu sjást saman á skjánum í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína á morgun. 12. janúar 2023 10:56