Forsetinn gat ekki lyft bikarnum Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 09:34 Hassan Moustafa hefur verið forseti IHF frá árinu 2000. Getty/Jan Woitas Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann. Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins. HM 2023 í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Moustafa hefur verið forseti alþjóða handboltasambandsins í yfir tvo áratugi og vægast sagt verið umdeildur í embætti. Hann er orðinn 78 ára gamall og aldurinn virðist farinn að segja til sín bæði andlega og líkamlega. Þrátt fyrir tilraunir til þess gat hann að minnsta kosti ekki lyft upp tuttugu kílóa gullstyttunni sem Danir fengu eftir sigurinn gegn Frökkum í úrslitaleik HM í Stokkhólmi á sunnudaginn. Moustafa tók í styttuna en þegar ljóst varð að hann gæti ekki lyft henni fékk hann fljótt aðstoð og Landin, heimsmeistari þriðja skiptið í röð, labbaði strax til Moustafa til að taka við gripnum. Atvikið má sjá hér. „Hann er orðinn of gamall til að halda á henni sjálfur. Hún er reyndar ansi þung,“ sagði Mads Mensah Larsen, leikmaður danska liðsins, en leikmönnunum virtist skemmt yfir atvikinu. „Hún er níðþung! En ég er nú vanur, við erum alltaf að vinna hana, haha. En maður sér þegar þeir reynsluminni taka við henni í fyrsta sinn að þeir eru nálægt því að missa hana,“ sagði Landin um verðlaunastyttuna. Moustafa gerði einnig mistök í ræðu sinni eftir úrslitaleikinn þegar hann þakkaði Danmörku og sjálfboðaliðum þar fyrir vel skipulagt mót, og virtist þannig halda að Danir hefðu haldið mótið með Svíum og Pólverjum. Fyrr um daginn hafði forsetinn sleppt því að mæta á eigin blaðamannafund, sem hefð er fyrir að haldinn sé á lokadegi HM, og samkvæmt Aftonbladet fengust engar skýringar á því, ekki einu sinni frá varaforseta handknattleikssambandsins.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira