Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 10:31 Brottvísun Husseins vakti mikla reiði eftir að myndir af lögreglunni taka hann úr hjólastólnum hans og bera út í bíl birtust. Ríkislögreglustjóri leitar nú að hjólastólavænum bíl til að bæta úr framkvæmd brottvísana. Vísir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um athugun sem hann gerði á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar Hussein Hussein, fatlaðs manns, til Grikklands í nóvembermánuði. Mikla athygli vakti þegar Hussein, sem notar hjólastól, var borinn af lögreglumönnum út í bíl og honum ekið upp á flugvöll. Ríkislögreglustjóri var í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sagði hann þá að nauðsynlegt væri að farið yrði yfir verklag lögreglu við framkvæmd brottvísunar sem þessarar. „Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að meðal þeirra atriða sem sæta skoðun embættisins sé sá möguleiki að lögreglan festi kaup á bifreið sem nota megi ef flytja þarf einstaklinga í hjólastól en einnig til annarra verka. Standi vonir embættisins til þess að bifreiðin verði keypt eða leigð á fyrri hluta ársins 2023,“ segir í skýrslunni, sem birt var á vef umboðsmanns í dag. Þá segir í skýrslu umboðsmanns að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í svari ríkislögreglustjóra sé ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu. Áfram verði þó fylgst með málinu af hálfu embættisins. Þá óskar umboðsmaður eftir því að ríkislögreglustjóri upplýsi hann um framvindu málsins fyrir 1. ágúst næstkomandi. „Að endingu telur umboðsmaður rétt að ítreka nauðsyn þess að við skipulagningu og undirbúning ákvarðana um framkvæmd brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd fari, af hálfu lögreglu, fram einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir þar sem tekið er sérstakt tillit til manna í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar,“ segir í skýrslu umboðsmanns. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um athugun sem hann gerði á viðbrögðum ríkislögreglustjóra vegna brottvísunar Hussein Hussein, fatlaðs manns, til Grikklands í nóvembermánuði. Mikla athygli vakti þegar Hussein, sem notar hjólastól, var borinn af lögreglumönnum út í bíl og honum ekið upp á flugvöll. Ríkislögreglustjóri var í kjölfarið harðlega gagnrýndur og sagði hann þá að nauðsynlegt væri að farið yrði yfir verklag lögreglu við framkvæmd brottvísunar sem þessarar. „Í svari ríkislögreglustjóra kemur fram að meðal þeirra atriða sem sæta skoðun embættisins sé sá möguleiki að lögreglan festi kaup á bifreið sem nota megi ef flytja þarf einstaklinga í hjólastól en einnig til annarra verka. Standi vonir embættisins til þess að bifreiðin verði keypt eða leigð á fyrri hluta ársins 2023,“ segir í skýrslunni, sem birt var á vef umboðsmanns í dag. Þá segir í skýrslu umboðsmanns að í ljósi þeirra upplýsinga sem fram komi í svari ríkislögreglustjóra sé ekki tilefni til að halda athugun málsins áfram að svo stöddu. Áfram verði þó fylgst með málinu af hálfu embættisins. Þá óskar umboðsmaður eftir því að ríkislögreglustjóri upplýsi hann um framvindu málsins fyrir 1. ágúst næstkomandi. „Að endingu telur umboðsmaður rétt að ítreka nauðsyn þess að við skipulagningu og undirbúning ákvarðana um framkvæmd brottvísana umsækjenda um alþjóðlega vernd fari, af hálfu lögreglu, fram einstaklingsbundið mat á þörfum þeirra einstaklinga sem um ræðir þar sem tekið er sérstakt tillit til manna í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna fötlunar,“ segir í skýrslu umboðsmanns.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38 „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31 Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Brottvísun Husseins fer fyrir Landsrétt Dómsmálaráðuneytið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi úr gildi úrskurð kærunefnda útlendingamála um brottvísun Husseins Husseins, fatlaðs flóttamanns frá Írak, til Landsréttar. Lögmaður Husseins segir miður að dómnum verði áfrýjað enda hafi hann verið í stíl við annan nýlegan dóm. 6. janúar 2023 14:38
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. 12. desember 2022 18:31
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06