Óskar Hrafn og Heimir bítast um fyrsta Þungavigtarbikarinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans enduðu síðasta tímabil á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn og gætu byrjað nýtt tímabil á að vinna titil í kvöld. Hér er Óskar Hrafn með Íslandsmeistaraskjöldinn við hlið konu sinnar Laufeyjar Kristjánsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti fótboltatitilinn á árinu 2023 er í boði í kvöld og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira