Björk seldi íbúðina í Brooklyn fyrir 768 milljónir Máni Snær Þorláksson skrifar 2. febrúar 2023 10:33 Íbúðin er afar falleg og með stórbrotnu útsýni frá veröndinni Getty/Santiago Felipe/Douglas Elliman Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina. Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Viðskiptablaðið greinir frá sölunni og vísar í gögn frá fasteignaskrá New York. Í gögnunum kemur fram að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir íbúðina. Kaupin fóru í gegn í lok mars í fyrra og var kaupverðið 6 milljónir dollara, það eru um 768 milljónir í íslenskum krónum ef miðað er við gengi íslensku krónunnar gagnvart dollaranum á tíma sölunnar. Fermetrinn á 2,74 milljónir Þakíbúðin sem um ræðir er um 280 fermetrar að stærð og fermetraverðið því um 2,74 milljónir króna Íbúðin er staðsett í fallegu húsi í góðu hverfi í Brooklyn en í henni eru fjögur svefnherbergi og jafnmörg baðherbergi. Þá fylgir stór og flott verönd íbúðinni en frá veröndinni er gott útsýni yfir Manhattan. Björk keypti íbúðina upphaflega með fyrrverandi eiginmanni sínum, Matthew Barney, fyrir fjórar milljónir dollara. Björk keypti Barney svo út úr íbúðinni í kjölfar skilnaðar þeirra árið 2013. Keypti Sigvaldahús í kjölfarið Þrátt fyrir að Björk hafi ekki fengið uppsett verð fyrir þakíbúðina í Brooklyn þá var kaupverðið á henni töluvert minna en á einbýlishúsinu sem hún keypti á Íslandi í kjölfarið. Í lok árs 2021 var greint frá því að Björk væri búin að kaupa Sigvaldahúsið að Ægissíðu 80 fyrir 420 milljónir króna. Húsið keypti hún af Guðbjörgu Sigurðardóttur kvikmyndaframleiðanda og Ottó Guðjónssyni lýtalækni. Eins og nafn hússins gefur til kynna þá var það teiknað af Sigvalda Thordarson en það var byggt árið 1958. Húsið er nokkuð stærra en þakíbúðin í Brooklyn en það er 426 fermetrar og á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og útsýni til sjávar.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Hús og heimili Tengdar fréttir Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30 Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30 Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Björk selur einstaka penthouse-íbúð í Brooklyn á einn milljarð Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett penthouse íbúð sína í Brooklyn í New York á sölu en ásett verð er 9 milljónir dollara eða því sem samsvarar um einn milljarður íslenskra króna. 21. september 2018 11:30
Björk selur 117 ára einbýlishús í miðborginni Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu en um er að ræða rúmlega sjötíu fermetra hús í hjarta borgarinnar. 27. febrúar 2020 15:30
Björk selur draumaeignina í New York á 250 milljónir Björk Guðmundsdóttir hefur selt einbýlishús sitt New York en kaupverðið var 2,2 milljónir dollara eða því sem samsvarar rúmlega 250 milljónum íslenskra króna. 1. febrúar 2017 12:00