Segir heimslistann í golfi úreltan Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2023 17:00 Cameron Smith er einn af bestu kylfingum heims en hefur aldrei náð efsta sæti heimslistans. Getty/Luke Walker Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, sem vann Opna breska mótið í fyrra, segir að heimslistinn í golfi sé sífellt að verða úreltari. Stjórn Opinbera heimslistans í golfi (OWGR) hefur ekki viljað taka mót á LIV-mótaröðinni inn í sína útreikninga á heimslistanum. Það bitnar á Smith og fleirum af bestu kylfingum heims sem tóku í fyrra tilboði frá hinni sádi-arabísku LIV-mótaröð. LIV-mótaröðin hefur valdið klofningi í golfheiminum og kylfingar á henni mega ekki keppa á PGA-mótaröðinni. Smith er farinn úr öðru sæti heimslistans niður í það fjórða og Dustin Johnson, sem síðast var á toppi heimslistans sumarið 2021, er kominn niður í 46. sæti þrátt fyrir sigur á LIV-mótaröðinni í fyrra. „Auðvitað er þetta sárt,“ sagði hinn 29 ára gamli Smith. „Ég var mjög nálægt því að komast í efsta sætið og það var klárlega eitthvað sem ég vildi ná að afreka,“ sagði Smith sem telur heimslistann smám saman orðinn marklausan en allir viti þó hverjir séu bestu kylfingar heims. „Þegar maður mætir á móti þá veit maður hverja maður þarf að vinna, burtséð frá einhverjum heimslista. Venjulega eru sjö til átta menn á vellinum sem maður veit að munu láta mann berjast fyrir þessu. Eftir því sem þetta heldur áfram svona þá verður heimslistinn úreltari. En þurfum við þá? Það væri gaman en maður veit hverja maður þarf að vinna þegar maður mætir út á golfvöll,“ sagði Smith. Allir kylfingar LIV-mótaraðarinnar eru orðnir hluti af Miðausturlanda- og Afríku-mótaröðinni, sem átti að gera þeim kleyft að fá stig á heimslista þar sem OWGR hefur viðurkennt þá mótaröð, en það hefur þó ekki gengið eftir. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Stjórn Opinbera heimslistans í golfi (OWGR) hefur ekki viljað taka mót á LIV-mótaröðinni inn í sína útreikninga á heimslistanum. Það bitnar á Smith og fleirum af bestu kylfingum heims sem tóku í fyrra tilboði frá hinni sádi-arabísku LIV-mótaröð. LIV-mótaröðin hefur valdið klofningi í golfheiminum og kylfingar á henni mega ekki keppa á PGA-mótaröðinni. Smith er farinn úr öðru sæti heimslistans niður í það fjórða og Dustin Johnson, sem síðast var á toppi heimslistans sumarið 2021, er kominn niður í 46. sæti þrátt fyrir sigur á LIV-mótaröðinni í fyrra. „Auðvitað er þetta sárt,“ sagði hinn 29 ára gamli Smith. „Ég var mjög nálægt því að komast í efsta sætið og það var klárlega eitthvað sem ég vildi ná að afreka,“ sagði Smith sem telur heimslistann smám saman orðinn marklausan en allir viti þó hverjir séu bestu kylfingar heims. „Þegar maður mætir á móti þá veit maður hverja maður þarf að vinna, burtséð frá einhverjum heimslista. Venjulega eru sjö til átta menn á vellinum sem maður veit að munu láta mann berjast fyrir þessu. Eftir því sem þetta heldur áfram svona þá verður heimslistinn úreltari. En þurfum við þá? Það væri gaman en maður veit hverja maður þarf að vinna þegar maður mætir út á golfvöll,“ sagði Smith. Allir kylfingar LIV-mótaraðarinnar eru orðnir hluti af Miðausturlanda- og Afríku-mótaröðinni, sem átti að gera þeim kleyft að fá stig á heimslista þar sem OWGR hefur viðurkennt þá mótaröð, en það hefur þó ekki gengið eftir.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira