Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 07:00 Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Hún heldur uppi Instagram síðunni @kolavig þar sem hún er dugleg að deila litríkum flíkum og frumlegri förðun. Hlín Arngríms Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir hefur gaman að listforminu sem tískan er.Saga Sig Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst tíska og persónulegur stíll hvers og eins svo skemmtilegt tjáningarform. Hún segir svo mikið um manneskjuna og gerir manni kleift að tjá sig í gegnum flíkurnar. Svo eru öll þessi trend svo áhugaverð og tískan ávallt síbreytileg. Kolbrún hefur gaman að því að fylgjast með síbreytilegum trendum tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á það til að kalla mig páfugl því ég elska litríkar statement flíkur. Yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi og ég er komin með ágætis safn af alls kyns kápum og jökkum. Ég keypti eina Y2Kvintage kápu af Depop fyrir tveimur árum sem stendur upp úr. Hún er úr gallaefni, flauel með loði. Algjör one of a kind flík. Kápan sem er í miklu uppáhaldi hjá Kolbrúnu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Dagsdaglega þá á ég það til að vera nokkuð þægileg í klæðaburði. Outfittið þessa dagana er oftast í kósý galli, bomber jakki, sorel bomsur og húfa. Alveg smá redneck fílingur og algjör andstæða við uppáklæddu Kollu. Dagsdaglega er Kolbrún oftast þægileg í klæðaburði.Aðsend Þegar ég er að fara eitthvað fínna pæli ég alveg svolítið í lúkkinu og finnst gaman að vera í einhverju maximalísku dressi með geggjað makeup. Þegar Kolbrún klæðir sig upp vinnur hún gjarnan með maximalisma.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er mix af 60's, 70’s og 90’s tímabilunum með smá diskó dívu tvisti. Ég hef alltaf tengt mikið við 60's tímabilið. Ekki einungis hvað tísku varðar, heimilið mitt er að mestu í þeim anda og ég elska tónlistina frá þessum tíma. 60's tímabilið heillar Kolbrúnu.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, alveg helling. Ég hef tekið alls kyns tímabil og þau verið misgóð. Ég hef þó alltaf haft einhverja þörf fyrir að vera sýnileg og litrík þegar kemur að tísku og er alls ekki hrædd við að prófa mig áfram og ögra aðeins norminu. Fallegar yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi hjá Kolbrúnu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?Mikið af mínum innblæstri kemur frá kvikmyndum og tónlist. Svo eru nokkrar legendary dívur sem ég lít upp til og þar má nefna Sharon Tate, Grace Jones, Cher og fleiri. Ég elska drag og þar horfi ég mikið upp til David Bowie. Ég fæ líka hellings innblástur frá þáttunum RuPaul’s Drag Race og þá sérstaklega þegar kemur að förðun. Kolbrún sækir innblástur meðal annars til David Bowie og Ru Paul's Drag Race.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, ég get ekki sagt það. Öllum á bara að líða vel og vera í því sem þeim finnst flott. Ég er mjög opin og í frekar miklu flæði almennt. Ég gleypi þó alls ekki við öllum trendum og reyni að vera samkvæm sjálfri mér. Kolbrún lifir ekki við boð og bönn þegar það kemur að tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég ætla fá að velja tvær. Fyrst er það hlébarðasamfestingurinn minn. Hann er ekkert merkilegur þannig, nema fyrir þær sakir að vera svolítið mikið extra! Ég nota hann alls ekki oft en fyrir sérstök tilefni þar sem ég vil vera yfirgengilega mikil pæja líkt og á afmælinu mínu. Kolbrún segist skella sér í hlébarðasamfestinginn þegar hún vill vera yfirgengilega mikil pæja.Aðsend Svo númer tvö er ein þyngsta peysa heims sem ég puttaprjónaði sjálf. Fyrsta flíkin sem ég prjóna og afar stolt af henni en hjálpi mér, það er ekkert grín að athafna sig í henni. Skulum segja að það sé skemmtilegra að horfa á hana en að klæðast henni. Peysan sem Kolbrún prjónaði sjálf.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Veldu þér stíl og flíkur sem láta þér líða vel. Ekki alltaf bara kaupa það sem er í tísku eða öðrum finnst flott. Það skína allir skært ef þeim líður vel með það sem þau klæðast. Second hand er æði og fullt af fallegum fjársjóðum sem leynast þar, sem er gott fyrir umhverfið. Svo bara fylgja innsæinu og vertu þú sjálf/sjálft/sjálfur. Kolbrún leggur upp úr því að velja flíkur sem láta henni líða vel.Aðsend Hér má finna Instagram síðu Kolbrúnar Önnu. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 Festist á Íslandi með öll fötin sín í Finnlandi: „Gekk í fötum af tengdaforeldrunum“ Anna Margrét Ólafsdóttir, jafnan þekkt sem AMO, er myndlistarkona og lífskúnstner sem brýtur upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna með sínum persónulega stíl. Anna Margrét á ýmsar skemmtilegar sögur í tengslum við klæðaburð sinn en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. desember 2022 08:01 „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 „Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00 Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Förðunarfræðingurinn Kolbrún Anna Vignisdóttir hefur gaman að listforminu sem tískan er.Saga Sig Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst tíska og persónulegur stíll hvers og eins svo skemmtilegt tjáningarform. Hún segir svo mikið um manneskjuna og gerir manni kleift að tjá sig í gegnum flíkurnar. Svo eru öll þessi trend svo áhugaverð og tískan ávallt síbreytileg. Kolbrún hefur gaman að því að fylgjast með síbreytilegum trendum tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á það til að kalla mig páfugl því ég elska litríkar statement flíkur. Yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi og ég er komin með ágætis safn af alls kyns kápum og jökkum. Ég keypti eina Y2Kvintage kápu af Depop fyrir tveimur árum sem stendur upp úr. Hún er úr gallaefni, flauel með loði. Algjör one of a kind flík. Kápan sem er í miklu uppáhaldi hjá Kolbrúnu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Dagsdaglega þá á ég það til að vera nokkuð þægileg í klæðaburði. Outfittið þessa dagana er oftast í kósý galli, bomber jakki, sorel bomsur og húfa. Alveg smá redneck fílingur og algjör andstæða við uppáklæddu Kollu. Dagsdaglega er Kolbrún oftast þægileg í klæðaburði.Aðsend Þegar ég er að fara eitthvað fínna pæli ég alveg svolítið í lúkkinu og finnst gaman að vera í einhverju maximalísku dressi með geggjað makeup. Þegar Kolbrún klæðir sig upp vinnur hún gjarnan með maximalisma.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er mix af 60's, 70’s og 90’s tímabilunum með smá diskó dívu tvisti. Ég hef alltaf tengt mikið við 60's tímabilið. Ekki einungis hvað tísku varðar, heimilið mitt er að mestu í þeim anda og ég elska tónlistina frá þessum tíma. 60's tímabilið heillar Kolbrúnu.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, alveg helling. Ég hef tekið alls kyns tímabil og þau verið misgóð. Ég hef þó alltaf haft einhverja þörf fyrir að vera sýnileg og litrík þegar kemur að tísku og er alls ekki hrædd við að prófa mig áfram og ögra aðeins norminu. Fallegar yfirhafnir eru í miklu uppáhaldi hjá Kolbrúnu.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni?Mikið af mínum innblæstri kemur frá kvikmyndum og tónlist. Svo eru nokkrar legendary dívur sem ég lít upp til og þar má nefna Sharon Tate, Grace Jones, Cher og fleiri. Ég elska drag og þar horfi ég mikið upp til David Bowie. Ég fæ líka hellings innblástur frá þáttunum RuPaul’s Drag Race og þá sérstaklega þegar kemur að förðun. Kolbrún sækir innblástur meðal annars til David Bowie og Ru Paul's Drag Race.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, ég get ekki sagt það. Öllum á bara að líða vel og vera í því sem þeim finnst flott. Ég er mjög opin og í frekar miklu flæði almennt. Ég gleypi þó alls ekki við öllum trendum og reyni að vera samkvæm sjálfri mér. Kolbrún lifir ekki við boð og bönn þegar það kemur að tískunni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég ætla fá að velja tvær. Fyrst er það hlébarðasamfestingurinn minn. Hann er ekkert merkilegur þannig, nema fyrir þær sakir að vera svolítið mikið extra! Ég nota hann alls ekki oft en fyrir sérstök tilefni þar sem ég vil vera yfirgengilega mikil pæja líkt og á afmælinu mínu. Kolbrún segist skella sér í hlébarðasamfestinginn þegar hún vill vera yfirgengilega mikil pæja.Aðsend Svo númer tvö er ein þyngsta peysa heims sem ég puttaprjónaði sjálf. Fyrsta flíkin sem ég prjóna og afar stolt af henni en hjálpi mér, það er ekkert grín að athafna sig í henni. Skulum segja að það sé skemmtilegra að horfa á hana en að klæðast henni. Peysan sem Kolbrún prjónaði sjálf.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Veldu þér stíl og flíkur sem láta þér líða vel. Ekki alltaf bara kaupa það sem er í tísku eða öðrum finnst flott. Það skína allir skært ef þeim líður vel með það sem þau klæðast. Second hand er æði og fullt af fallegum fjársjóðum sem leynast þar, sem er gott fyrir umhverfið. Svo bara fylgja innsæinu og vertu þú sjálf/sjálft/sjálfur. Kolbrún leggur upp úr því að velja flíkur sem láta henni líða vel.Aðsend Hér má finna Instagram síðu Kolbrúnar Önnu.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00 „Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01 Festist á Íslandi með öll fötin sín í Finnlandi: „Gekk í fötum af tengdaforeldrunum“ Anna Margrét Ólafsdóttir, jafnan þekkt sem AMO, er myndlistarkona og lífskúnstner sem brýtur upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna með sínum persónulega stíl. Anna Margrét á ýmsar skemmtilegar sögur í tengslum við klæðaburð sinn en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. desember 2022 08:01 „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 „Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00 „Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00 Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“ Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 15. janúar 2023 07:00
„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“ Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali. 8. janúar 2023 07:01
Festist á Íslandi með öll fötin sín í Finnlandi: „Gekk í fötum af tengdaforeldrunum“ Anna Margrét Ólafsdóttir, jafnan þekkt sem AMO, er myndlistarkona og lífskúnstner sem brýtur upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna með sínum persónulega stíl. Anna Margrét á ýmsar skemmtilegar sögur í tengslum við klæðaburð sinn en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. desember 2022 08:01
„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02
„Skiptir mestu að fötin passi á mig en ekki að ég reyni að passa í þau“ Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa segist með aldrinum hafa orðið meiri skvísa í klæðaburði en heldur alltaf í þægindin og segir öllu máli skipta að líða vel í flíkinni hverju sinni. Uppáhalds flíkin hennar er frakki sem amma hennar keypti árið 1983 en Júlíana Dögg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. október 2022 09:00
„Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00
Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28. ágúst 2022 07:01