Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 17:39 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Stöð 2/Arnar Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk. Ummælin, sem smálánafyrirtækið stefndi Breka og Neytendasamtökunum fyrir, voru sett fram í tölvupósti Breka til tveggja fyrirtækja sem veittu Ecommerce greiðslumiðlunarþjónustu og fólu í sér fullyrðingar um að þjónusta fyrirtækisins hefði verið úrskurðuð ólögmæt hér á landi. Í dómi sínum frá 27. september árið 2021 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk, með vísan til þess að þau væru röng og að Breki hafi ekki sett þau fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í dómi Landsréttar segir meðal annars að ummælin rúmist innan þess frelsis sem Breki nýtur samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tíundu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Það frelsi verði að telja nokkuð rúmt í tilviki Breka og Neytendasamtakanna í ljósi hlutverks þeirra og að það vegi þyngra en réttur Ecommerce til æruverndar. Þá sé Breki ólöglærður og þrátt fyrir að ummæli hans hafi ekki verið lögfræðilega nákvæm hafi þau ekki verið úr lausu lofti gripin og lagt hafi verið til grundvallar að Breki hefði, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, viðhaft þau í góðri trú um réttmæti þeirra og verið heimilt að halda þeim fram Ecommerce var gert að greiða eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér. Neytendur Dómsmál Smálán Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ummælin, sem smálánafyrirtækið stefndi Breka og Neytendasamtökunum fyrir, voru sett fram í tölvupósti Breka til tveggja fyrirtækja sem veittu Ecommerce greiðslumiðlunarþjónustu og fólu í sér fullyrðingar um að þjónusta fyrirtækisins hefði verið úrskurðuð ólögmæt hér á landi. Í dómi sínum frá 27. september árið 2021 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur eftirfarandi ummæli Breka dauð og ómerk, með vísan til þess að þau væru röng og að Breki hafi ekki sett þau fram í góðri trú um sannleiksgildi þeirra: „the loans have been deemed illegal in Iceland.“ „whose only operation is illegal predatory lending.“ „These loans have been ruled illegal in Iceland by both courts and the Consumer surveillance agency.“ „illegal transfers.“ Í dómi Landsréttar segir meðal annars að ummælin rúmist innan þess frelsis sem Breki nýtur samkvæmt tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og tíundu grein mannréttindasáttmála Evrópu. Það frelsi verði að telja nokkuð rúmt í tilviki Breka og Neytendasamtakanna í ljósi hlutverks þeirra og að það vegi þyngra en réttur Ecommerce til æruverndar. Þá sé Breki ólöglærður og þrátt fyrir að ummæli hans hafi ekki verið lögfræðilega nákvæm hafi þau ekki verið úr lausu lofti gripin og lagt hafi verið til grundvallar að Breki hefði, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, viðhaft þau í góðri trú um réttmæti þeirra og verið heimilt að halda þeim fram Ecommerce var gert að greiða eina milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dóm Landsréttar má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Dómsmál Smálán Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira