„Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 22:21 Snorri Steinn fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36. „Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17