Mun áfrýja áður en hún afhendir Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 15:04 Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Stöð 2/Arnar Ætla má að tíðindi muni berast á morgun í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en óhætt er að segja að deilan sé í hnút. Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur á eftir að úrskurða um kröfu ríkissáttasemjara um að fá kjörskrá Eflingar afhenta svo að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu hans geti farið fram. Þá á félagsdómur eftir að úrskurða um hvort að boðuð verkföll Eflingar séu ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir, sem Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram. Á hádegi þriðjudag hefst að öllu óbreyttu ótímabundið verkfall tæplega 300 félagsmanna sem starfa hjá Íslandshótelum og um kvöldið lýkur atkvæðagreiðslu um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 flutningabílstjóra um verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni skömmu fyrir hádegi. Sagðist hún fullviss um sigur fyrir Héraðsdómi og Félagsdómi þar sem málatilbúnaður bæði ríkissáttasemjara og SA væri langsóttur og standist ekki skoðun. Þau muni þó þurfa að ræða framhaldið ef þau tapi sínum málum. Klippa: Flókin staða framundan í deilu Eflingar „Ef að við töpum því máli hygg ég að við áfrýjum því,“ segir Sólveig aðspurð hvort hún ætli að afhenda kjörskrá tapi hún máli gegn ríkissáttasemjara fyrir héraðsdómi. „En við skulum sjá hvernig fer, eins og þú segir þá gæti auðvitað farið svo að niðurstaða liggi fyrir í báðum þessum málum og um leið og það gerist skulum við meta hver næstu skref verða. Ég er fullviss um að í báðum þessum málum muni Efling hafa sigur.“ Sólveig segist ekki líta á það sem áhættu að afhenda ekki kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. En ef miðlunartillagan yrði ekki felld? „Þá er mikilvægt að hér komi fram að á kjörskrá fyrir þessa miðlunartillögu og svo fyrir kjarasamning eru 21 þúsund félagar. Til þess að eiga einhvern möguleika á að fella þessa tillögu þyrftu 25 prósent af þessum fjölda að segja nei. Þegar við skoðum kosningaþátttöku í atkvæðagreiðslu um samninga, stjórnarkjör og svoleiðis, þá er ljóst að þetta er því sem næst óvinnandi vegur,“ segir Sólveig. Í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrir helgi sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að með taktík sinni væri forysta Eflingar á harðahlaupum frá félagsfólki sínu. Sólveig segir það fráleitt. „Það skal enginn halda því fram að ég sé á flótta undan félagsfólki, síðan árið 2018 hafa ég og félagar mínir lagt öll áherslu á að lýðræðisvæða félagið. Að biðja og hvetja og sækja fólk til þess að koma til þátttöku í lýðræðislegum störfum. Þetta fyrirkomulag, sem ég skil ekki að sé í lögum, ég skil ekki að þetta ólýðræðislega og svívirðilega fyrirkomulag, gerir það að verkum að ríkissáttasemjari veit að hann getur farið fram með svona ósvífnum hætti, því hann telur að ekkert annað muni gerast ef þetta fer í þessa atkvæðagreiðslu,“ segir Sólveig.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sprengisandur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira