„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. febrúar 2023 21:48 Guðmundur Hólmar Helgason skoraði níu mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld. „Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
„Leikurinn kannski bar þess merki að liðin eru búin að vera í langri pásu. Það kemur alltaf eftir janúarpásuna og það var mikið af töpuðum boltum og svona,“ sagði Guðmundur Hólmar eftir sigurinn í kvöld. „En heilt yfir fannst mér þetta bara fínn leikur. Og kannski sérstaklega af því að það er þetta sem við höfum verið að tala um sem er þessi andlegi hluti. Við erum svolítið að elta en við gefumst aldrei upp sem ég er bara mjög sáttur með.“ Guðmundur var allt í öllu í sóknarleik Selfyssinga í upphafi leiks og skoraði fyrstu fjögur mörk liðsins í kvöld. „Ég held að það sé bara það að ég sé lélegur spilari og fór alltaf bara fyrir sjálfan mig,“ sagði Guðmundur léttur. „En við vorum kannski bara ekki alveg í takt við hvern annan. Tímasetningarnar voru off og Atli [Ævar Ingólfsson] var kannski ekki í takt við okkur þar sem hann er sjálfur að koma til baka eftir lengri pásu en við þannig það á sér alveg skýringar. Í byrjun þá var það ég og svo tóku bara aðrir við.“ Um miðbik seinni hálfleiks færðu Haukarnir vörnina framar og náðu að hægja vel á sóknarleik Selfyssinga. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem framliggjandi vörn hefur slæm áhrif á sóknarleik liðsins og Guðmundur gerir sér grein fyrir því að það sé eitthvað sem liðið þarf að bæta. „Ég held að flest liðin taki upp þetta vopn á móti okkur að fara í framliggjandi vörn. Við höfum átt í erfiðleikum með það. Það gekk ekkert frábærlega í dag en samt vorum við að finna ákveðnar lausnir og skapa okkur fínar stöður. Það er bara eitthvað sem við þurfum að halda áfram að vinna í.“ Þá segir Guðmundur að Selfossliðið sé farið að horfa upp töfluna eftir sigurinn í kvöld, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir lykilmenn liðsins séu að koma til baka eftir meiðsli. „Klárlega. Mér finnst bara að við eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust. Við erum að fá flotta menn inn - Raggi, Atli og Richard. Þetta eru leiðtogar bæði innan vallar sem utan og að fá þá inn í leikinn og inn á æfingarnar lyftir tempóinu og hjálpar okkur hinum sem erum þarna fyrir.“ Að lokum segir Guðmundur að eins marks tap liðsins gegn Haukum i þriðju umferð á þessu tímabili hafi setið í liðinu og að leikmenn hafi nýtt sér það til að gíra sig fyrir leik kvöldsins. „Auðvitað sat tapið í okkur og þessi leikur þróaðist pínu eins. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik þá og komust sjö mörkum yfir og voru held ég fimm mörkum yfir í hálfleik. Svo komum við til baka og náum að jafna þann leik þegar það er korter eftir en töpum með einu þannig þetta var bara svipaður leikur, en bara geggjað núna að hafa klárað þetta,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 31-28 | Selfyssingar höfðu betur í háspennuleik Selfyssingar unnu virkilega sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 31-28 og Selfyssingar stökkva úr áttunda sæti og upp í það fimmta. 5. febrúar 2023 21:30