Viola Davis bregst við EGOT heiðrinum: „Sex ára Viola öskrar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 16:00 Viola Davis með Grammy verðlaunin. Getty/ Rich Polk „Sex ára Viola öskrar. Hún er svo spennt yfir 47 ára konunni sem hún verður,“ segir Viola Davis í nýrri færslu á Instagram. Í nótt komst í sögubækurnar þegar hún vann Grammy verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding me, sem er sjálfsævisaga hennar. Þar með hefur hún unnið öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum í Hollywood. Davis hafði nú þegar hlotið Emmy-, Tony- og Óskarsverðlaun. EGOT-verðlaunahafar eru þau sem fengið hafa öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum Bandaríkjunum, það er, Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun. Davis er sú átjánda til að hljóta þennan heiður. Hún hlaut Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum How To Get Away With Murder, Óskarsverðlaun fyrir Fences og Tonyverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rose Maxson í leikritinu Fences og fyrir hlutverk sitt í sýningunni King Hedley II. Leikkonan hefur alls verið tilnefnd yfir tvö hundruð sinnum á ferlinum. Hlaut hún einnig Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Help, Doubt og nú síðast Ma Rainey's Black Bottom. Hún segist vera einstaklega þakklát. Í ræðu sinni á Grammy verðlaununum sagði leikkonan meðal annars: „Ég skrifaði þessa bók fyrir sex ára Violu.“ View this post on Instagram A post shared by VIOLA DAVIS (@violadavis) Ræðu leikkonunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Grammy-verðlaunin Tónlist Bókmenntir Tengdar fréttir Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35 Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum. 6. febrúar 2023 13:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Þar með hefur hún unnið öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum í Hollywood. Davis hafði nú þegar hlotið Emmy-, Tony- og Óskarsverðlaun. EGOT-verðlaunahafar eru þau sem fengið hafa öll stóru verðlaunin í skemmtanabransanum Bandaríkjunum, það er, Emmy-, Grammy-, Tony- og Óskarsverðlaun. Davis er sú átjánda til að hljóta þennan heiður. Hún hlaut Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum How To Get Away With Murder, Óskarsverðlaun fyrir Fences og Tonyverðlaun fyrir hlutverk sitt sem Rose Maxson í leikritinu Fences og fyrir hlutverk sitt í sýningunni King Hedley II. Leikkonan hefur alls verið tilnefnd yfir tvö hundruð sinnum á ferlinum. Hlaut hún einnig Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Help, Doubt og nú síðast Ma Rainey's Black Bottom. Hún segist vera einstaklega þakklát. Í ræðu sinni á Grammy verðlaununum sagði leikkonan meðal annars: „Ég skrifaði þessa bók fyrir sex ára Violu.“ View this post on Instagram A post shared by VIOLA DAVIS (@violadavis) Ræðu leikkonunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Grammy-verðlaunin Tónlist Bókmenntir Tengdar fréttir Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35 Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum. 6. febrúar 2023 13:30 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Beyoncé kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Tónlistarkonan Beyoncé komst í sögubækurnar í nótt þegar hún varð sá einstaklingur sem hefur hlotið flest Grammy-verðlaun. Beyoncé hlaut fjögur verðlaun á Grammy-verðlaunahátíðinni og á nú hvorki meira né minna en 32 grammafóngripi. 6. febrúar 2023 06:35
Stjörnurnar hver annarri skærari á rauða dreglinum Grammy verðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt. Þetta var í 65. sinn sem verðlaunin voru veitt. Að venju var öllu tjaldað til og skinu stjörnurnar sínu skærasta á rauða dreglinum. 6. febrúar 2023 13:30