Bjarni sagður ekki hafa borið sig eftir greinargerð um Lindarhvol Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2023 11:59 Þegar Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi, sendi frá sér greinargerð sína um Lindarhvol var það meðal annars til Bjarna Benediktssonar þáverandi efnahags- og fjármálaráðherra. Bjarni var hins vegar í sumarleyfi, honum var gert viðvart um sendinguna en bar sig ekki eftir því að skoða hvorki bréfið frá Sigurði né greinargerðina sjálfa, að sögn aðstoðarmanns hans. vísir/vilhelm Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi sendi greinargerð sína um Lindarhvol meðal annars á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni sóttist ekki eftir því að sjá greinargerðina, að sögn aðstoðarmanns hans. Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli þegar Lindarhvolsmálið var til umræðu á þingi í síðustu viku voru orð Bjarna þess efnis að hann hafi ekki séð margumrædda greinargerð Sigurðar Þórðarsonar. „Það sem er vísað til er ekki endanleg skýrsla setts ríkisendurskoðanda heldur einhverskonar skjal sem ég kann ekki nánari deili á og hef ekki séð og getur ekki verið endanleg niðurstaða í málinu. Og fyrir Alþingi sem hefur ríkisendurskoðanda sem sinn trúnaðarmann hlýtur aðalatriðið að vera það að embættið hefur skilað skýrslu til þingsins,“ sagði Bjarni. Hann bætti því þá við að það geti bara verið ein skýrsla frá ríkisendurskoðanda. „Og sú skýrsla er komin út, hún var gefin út og það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli.“ Vísir hefur undir höndum bréf sem fylgdi greinargerð Sigurðar þegar hann skilaði henni af sér. Það má sjá í tengdum skjölum. Bréfið er dagsett 27. júlí 2018 og er stílað á Forseta Alþingis sem þá var Steingrímur J. Sigfússon. Í bréfinu segir að á fundi 25. maí 2018 hafi honum verið tilkynnt sú ákvörðun ríkisendurskoðanda „að hann yfirtæki verkefnið þar sem skilyrði vanhæfis ríkisendurskoðanda væri fallið brott. Í framhaldi af þeirri ákvörðun var ákveðið að settur ríkisendurskoðandi myndi afhenda Ríkisendurskoðun verkefnið með greinargerð miðað við lok maímánaðar 2018.“ Í bréfinu kemur fram að greinargerð Sigurðar hafi verið send ríkisendurskoðanda áamt öllum vinnugögnum. Ennfremur Fjármála- og efnahagsráðherra, Lindarhvoli ehf., Seðlabanka Íslands og Umboðsmanni Alþingis. Fréttablaðið spurði Hersi Aron Ólafsson, aðstoðarmann Bjarna, í ljósi þessa hvernig það mætti vera að greinargerðin hafi ekki borið fyrir augu fjármálaráðherra, hvort starfsfólk hafi ákveðið að afhenda ráðherra ekki bréf frá settum ríkisendurskoðanda sem þó var stílað á hann? Í svari Hersis segir að Bjarna hafi verið gert viðvart að loknum sumarleyfum en „skjalið hvorki verið lagt fyrir hann – né hafi ráðherra sóst eftir því, enda hafi málið verið á forræði ríkisendurskoðanda.“ Tengd skjöl Bréf_Sigurðar_til_Forseta_Alþingis_og_BjarnaPNG119KBSækja skjal
Starfsemi Lindarhvols Stjórnsýsla Alþingi Umboðsmaður Alþingis Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35
Birgir Ármannsson ver enn leyndina um Lindarhvol Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata gerðu harða hríð að Birgi Ármannssyni forseta Alþingis í gær og kölluðu eftir því að á þinginu að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkissaksóknara yrði birt. Birgir telur það ýmsum vandkvæðum bundið. 2. febrúar 2023 14:01