Vill verða varaformaður Viðreisnar Máni Snær Þorláksson skrifar 10. febrúar 2023 11:03 Erlingur Sigvaldason vill verða varaformaður Viðreisnar. Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Viðreisn á landsþingi flokksins sem hefst í dag. Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða. Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða.
Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01