„Svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 11:59 Björgvin Páll Gústavsson bendir á KA og gefur í skyn að félagið standi ekki með Val í Evrópubaráttunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér finnst alveg magnað að Björgvin Páll sé að standa í því að bauna á okkur,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vegna ummæla Björgvins Páls Gústavssonar á Twitter í dag. Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira