Sigmar vill verða ritari Viðreisnar Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2023 13:45 Í samþykktum fyrir Landsþing Viðreisnar er að finna tillögu um að komið verði á fót sérstöku embætti ritara í skipulagi flokksins. Sigmar Guðmundsson þingmaður hefur sent út bréf til flokksmanna og bíður sig fram. Hann segir að allt eins megi kalla embættið stækkunarstjóra því hann það eru sóknarfæri fyrir Viðreisn að mati Sigmars. vísir/vilhelm Landsþing Viðreisnar hefst í dag klukkan fjögur. Fyrir liggur tillaga um að stofnað verði embætti ritara innan flokksskipulagsins og hefur Sigmar Guðmundsson alþingismaður ákveðið að gefa kost á sér í það. Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“ Viðreisn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“
Viðreisn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira