Þorgerður Katrín endurkjörinn formaður og Sigmar ritari Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. febrúar 2023 18:55 Daði Már Kristófersson, varaformaður, Þorgerður Katrín formaður og Sigmar Guðmundsson ritari Viðreisnar. viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur verið endurkjörin formaður Viðreisnar og Daði Már Kristófersson var kjörinn varaformaður. Sigmar Guðmundsson var kjörinn í nýtt forystuembætti ritara. Kosið var í stjórn Viðreisnar á landsþingi félagsins á Reykjavík Natura Hótel í dag. Auk fyrrgreindra embætta var kosið í fjögurra manna stjórn og fimm manna málefnaráð. Í stefnuræðu sinni sagði Þorgerður Katrín að sífellt færri fylgi stjórn stjórnmálaflokkum í blindni en fleiri tali gegn samþjöppun valds sem „gömlu flokkarnir“ standa vörð um. Hún vill að misnotkun vímugjafa verði hreint og beint heilbrigðismál. Ræða Þorgerðar í heild sinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mYZjSk9dgJg">watch on YouTube</a> Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, sem kjörinn var í embætti ritara kveðst þakklátur fyrir traustið. „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi,“ er haft eftir Sigmari á vef Viðreisnar. Tveir gáfu kost á sér í kjöri til varaformanns, Daði Már Kristófersson varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Daði Már var eins og áður segir endurkjörinn varaformaður. Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson. Nýkjörin stjórn Viðreisnar.viðreisn Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring. Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025. Viðreisn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Kosið var í stjórn Viðreisnar á landsþingi félagsins á Reykjavík Natura Hótel í dag. Auk fyrrgreindra embætta var kosið í fjögurra manna stjórn og fimm manna málefnaráð. Í stefnuræðu sinni sagði Þorgerður Katrín að sífellt færri fylgi stjórn stjórnmálaflokkum í blindni en fleiri tali gegn samþjöppun valds sem „gömlu flokkarnir“ standa vörð um. Hún vill að misnotkun vímugjafa verði hreint og beint heilbrigðismál. Ræða Þorgerðar í heild sinni: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mYZjSk9dgJg">watch on YouTube</a> Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, sem kjörinn var í embætti ritara kveðst þakklátur fyrir traustið. „Ég hef óbilandi trú á að það séu mikil tækifæri til staðar í íslensku samfélagi fyrir frjálslyndan flokk eins og okkar. Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi,“ er haft eftir Sigmari á vef Viðreisnar. Tveir gáfu kost á sér í kjöri til varaformanns, Daði Már Kristófersson varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Daði Már var eins og áður segir endurkjörinn varaformaður. Til stjórnarsetu voru kjörin Jón Steindór Valdimarsson, Thomas Möller, Sara Dögg Svanhildardóttir og Elín Anna Gísladóttir. Varamenn í stjórn voru kjörin Natan Kolbeinsson og Kamma Thordarson. Nýkjörin stjórn Viðreisnar.viðreisn Málefnaráð Viðreisnar skipa, að loknum landsþingi, Pawel Bartoszek, Eyþór Eðvarðsson, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Oddný Arnarsdóttir og Friðrik Sigurðsson. Til vara voru kjörnir Máni Þór Magnason og Þröstur V. Söring. Forysta, stjórn og málefnaráð eru kjörin til tveggja ára í senn og munu því gegna sínum störfum fram að næsta landsþingi sem verður haldið 2025.
Viðreisn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira