Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 10:24 Til stendur að setja upp færanlegan spítala við hlið þess sem fyrir er. Landsbjörg Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“ Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56
Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12