Tónlist

Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Rihanna skein skært á Ofurskálinni í nótt og skartaði óléttubumbu í glæsilegum rauðum klæðnaði.
Rihanna skein skært á Ofurskálinni í nótt og skartaði óléttubumbu í glæsilegum rauðum klæðnaði. Kevin Sabitus/Getty Images

Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan.

Hér má sjá myndbandið:

Klippa: Hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni

Rihanna opnaði atriði sitt með töffaralaginu Bitch Better Have My Money og endaði á kraftballöðunni Diamonds. Hún tók sína allra bestu smelli og minnti sannarlega á ómetanlega arfleifð sína í tónlistarheiminum.

Var þetta í fyrsta sinn frá árinu 2016 sem Rihanna kemur fram á tónleikum, fyrir utan framkomu á Grammy verðlaunahátíðinni 2018 þegar hún flutti lagið Wild Thoughts með DJ Khaled. Síðastliðin ár hefur hún aðallega einbeitt sér að tísku- og förðunarheiminum með merkinu FENTY

Aðdáendur Rihönnu hafa því löngum beðið eftir því að sjá hana syngja á sviði. Margir biðu spenntir eftir því að hún myndi mögulega tilkynna nýja plötu og tónleikaferðalag en í staðinn kom hún öllum á óvart með óléttubumbu.

Tónleikaferðalag og nýtt efni verður því mögulega að bíða betri tíma en á meðan geta aðdáendur hlustað á alla þá smelli sem Rihanna hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Hún tók lög frá ólíkum tímabilum í lífi sínu en hér má sjá lagalistann hennar frá því í nótt: 

Bitch Better Have My Money, Where Have U Been, Only Girl In The World, We Found Love, S&M, Rude Boy, Kiss It Better, Work, Wild Thoughts, Pour It Up, All Of The Lights, Run This Town, Umbrella og að lokum Diamonds. 

Hún tók þó ekki nýja lagið sitt Lift Me Up úr kvikmyndinni Black Panther: Wakanda Forever. Það kom út í október síðastliðnum og var þá fyrsta lagið sem hafði komið frá Rihönnu í sex ár. 

Rihanna tók öll lögin ein en var með hóp hvítklæddra dansara með sér á sviðinu. A$AP Rocky var að sjálfsögðu á svæðinu að hvetja sína konu áfram en sást til hans horfa upp til konunnar sinnar með aðdáunaraugum. Þau eiga nú von á barni númer tvö. 


Tengdar fréttir

Ri­hanna og A$AP eiga von á öðru barni

Netheimar loguðu þegar tónlistarkonan Rihanna steig á svið í hálfleik Ofurskálarinnar í gær. Tónlistarkonan steig síðast á svið fyrir fimm árum síðan og því mikil eftirvænting meðal aðdáenda hennar. Ekki bara það heldur skartaði hún óléttubumbu en aðeins níu mánuðir er síðan frumburður hennar og A$AP Rocky kom í heiminn. 

Fyrsta lagið frá Rihönnu í sex ár

Fyrsta lag söngkonunnar Rihönnu síðan árið 2016 heiðrar leikarann Chadwick Boseman, sem lést árið 2020 úr ristilkrabbameini. Lagið ber heitið Lift Me Up og er það fyrsta sem hún gefur sjálf út í sex ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.