Að lokum keyptu þær draumaeignina og var sýnt frá öllu ferlinum í þættinum. Parið hefur komið sér vel fyrir ásamt fjögurra ára syni og líður fjölskyldunni vel á nýja staðnum.
„Allt gekk upp eins og við vildum,“ segir Helga Lóa um fasteignakaupin.
„Það fer ótrúlega vel um okkur, það er ótrúlega gaman að vera heima.“
Fjölskyldan var ekki lengi að koma sér fyrir og í þættinum sögðu þær Helga Lóa og Valgerður frá því að þær hafi gift sig í stofunni á nýja heimilinu.
Brot úr þættinum má sjá hér fyrir neðan.