Eins og fjallað var um hér á Lífinu þá var Manuela heppin að vera í heimsókn hjá frænku sinni þegar heilablóðfallið varð. Bjargaði hún lífi hennar með því að hringja strax á sjúkrabíl.
„Ég ekki að vinna. Ég er í endurhæfingu á Grensás og sálfræðingi, ég er í sjúkraþjálfun og hitti lækni,“ sagði Manuela um bataferlið í Brennslunni í dag.
„Þetta er búið að vera brekka.“
Ung og hraust
Eftir heilablóðfallið lá hún í þrjár vikur á taugadeild Landspítalans.
„Ég vissi ekki hvort ég myndi getað labbað aftur, ég gat ekki hreyft mig.“
Þegar hún gat byrjað að hreyfa sig aftur þurfti hún að styðja sig við göngugrind. Er hún enn að upplifa höfuðverki.
„Ég fæ skjálfta í hendurnar og er pínu völt.“
Manuela segir að það hafi enginn ástæða fundist fyrir heilablóðfallinu, hún sé ung og hraust og tikki ekki í nein box fyrir heilablóðfall. Oft sé einfaldlega ekki ástæða.
„En ég er í erfðarannsókn.“
Missti sjálfstæðið
Hún vinnur nú að því að jafna sig eftir þetta mikla áfall og segir að andlega hafi þetta verið mjög erfitt vegna kvíða. Hún er með gott bakland og hefur þurft að treysta mikið á aðra síðustu vikur.
„Ég mátti bara byrja að keyra í síðustu viku,“ útskýrir Manuela.
„Maður missir svo mikið sjálfstæðið.“
Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir hún um aðdraganda heilablóðfallsins og áhrifin sem veikindin höfðu á hana.
„Lífið verður bara miklu dýrmætara.“