Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 13:11 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur tekið dóttur sína með sér á nokkra opinbera viðburði á undanförnum mánuðum. AP/KCNA Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56
Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12