Andri Snær: „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Árni Gísli Magnússon skrifar 15. febrúar 2023 20:15 Andri Snær var ánægður með sigurinn í kvöld. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, gat ekki annað en verið sáttur með sigur síns lið gegn Haukum í Olís deild kvenna í leik sem fram fór í KA-heimilinu nú í kvöld. KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
KA/Þór komst mest níu mörkum yfir en Haukar náðu að laga stöðuna og fjögurra marka sigur var niðurstaðan. Lokatölur 32-28. „Bara algjörlega kaflaskiptur leikur. Fyrst og fremst mjög gott að vinna og við sýndum mjög góðar rispur inn á milli. Varnarlega inn á milli vorum við frábærar og duttum svo líka niður á mjög lágt plan þannig að það er fullt af möguleikum að gera betur þar.“ „Sóknarlega fannst mér við frábærar eiginlega allan leikinn og fórum með fullt af góðum færum þannig við vorum í ágætis málum allan tímann sóknarlega en við getum samt hlaupið betur upp og til baka þannig ég sé strax bara tækifæri í að bæta okkar leik en mjög góður sigur.“ Ida Margrethe Hoberg gekk nýverið til liðs við KA/Þór frá danska liðinu Randers. Ida er 19 ára mjög frambærileg skytta og spilaði virkilega vel í dag en hún meiddist í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið högg á andlitið. Hún spilaði þó seinn hálfleikinn eftir að hafa fengið aðhlynningu í hálfleik. „Þetta er engin dönsk pulsa, þetta er alvöru leikmaður!“ Sagði Andri glettinn og hélt áfram. „Hún er nagli og við erum ánægð með að hafa náð að tjasla henni saman í seinni hálfleik því hún er skemmtilegur leikmaður og hjálpar okkur mikið.“ Tröppugangur hefur verið hjá norðankonum eftir brösuga byrjun á tímabilinu og horfir Andri bjartsýnisaugum á framhaldið. „Þetta var fyrsti leikurinn í langan tíma og þess vegna kannski var eðlilegt að við vorum svolítið kaflaskiptar en við sjáum allavega tækifæri í að bæta okkar leik og það eru bara sex leikir eftir fram að úrslitakeppni og ég held að við, eins og önnur lið, viljum bæta okkur og vera í standi síðustu mánuðina á tímabilinu.“ KA/Þór lyftir sér upp fyrir Hauka í töflunni með sigrinum og sitja nú í 5. sæti deildarinnar, sjö stigum frá Fram í fjórða sætinu sem hafa leikið einum leik meira. Er Andri að horfa á fjórða sætið til að komast beint inn í úrslitakeppnina? „Nei, ég held í raun að það sé vonlaust að ná fjórða sætinu ef ég á að segja alveg eins og er, en við munum bara fyrst og fremst horfa í okkar frammistöðu það sem við getum lagað og bætt af því að þetta snýst allt um úrslitakeppnina og við verðum þar væntanlega í fimmta eða sjötta sæti, þetta er enn þá barátta við Haukana og gott að vera komin með innbyrðis á þær núna,“ sagði Andri að lokum.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira