Erlingur: Ætla að taka mér hlé frá hliðarlínunni Einar Kárason skrifar 15. febrúar 2023 23:01 Erlingur Richardsson hættir með ÍBV eftir tímabilið. Vísir/Diego Erlingur Richardsson var ánægður með sigurinn gegn Selfyssingum en taldi margt mega betur fara. „Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur. Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira
„Sumt var mjög gott en það var sletti af tæknifeilum,“ sagði Erlingur. „Við finnum Kára (Kristján Kristjánsson) vel í fyrri hálfleiknum en svo fórum við að senda línusendingar sem voru ekki að virka. Það var eitthvað um misheppnaðar sendingar í seinni hálfleiknum. Annars var þetta flottur leikur með fullt af mörkum. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Markvarslan góð og varnarleikurinn heilt yfir í lagi.“ Pavel Miskevich gekk til liðs við ÍBV fyrir stuttu og lék í dag sinn fyrsta leik fyrir félagið en lykilmaðurinn Rúnar Kárason var ekki með vegna meiðsla „Ég held að hann hafi staðið sig ágætlega. Ég hef ekki kíkt á tölfræðina en hann var að taka nokkra mikilvæga bolta í byrjun seinni hálfleiks. Hann hélt okkur inni í leiknum. Þetta var strembið á köflum. Hann er mikill karakter inni á vellinum og það er það sem við þurfum.“ „Rúnar fékk slink á hnéð á æfingu í fyrradag og var aðeins bólginn í gær. Hann fór í meðhöndlun og lítur betur út í dag. Hann fer í skoðun á föstudaginn. Við erum vongóðir en tökum enga sjénsa.“ Fyrir skömmu var greint frá því að Erlingur yrði ekki áfram með Eyjaliðið að tímabilinu loknu. Ástæðan er tiltölulega einföld „Það er klásúla í samningnum sem ég þurfti að staldra við og spyrja mig hvort ég ætlaði að nota eða ekki. Ástæðan í sjálfu sér er engin önnur en að taka hlé frá því að vera á hliðarlínunni. Það er fyrsta plan. Nýta tímann í annað og anda aðeins. Mögulega endurmennta mig, kíkja á námskeið og þvælast um Evrópu til að kíkja á æfingar og slíkt. Kíkja á dóttur mína (Söndru Erlingsdóttur, leikmann TuS Metzingen) í Þýskalandi. Það er meginpælingin.“ Sandra, dóttir Erlings, leikur í Þýskalandi.Vísir/Hulda Margrét „Ég held þetta sé ágætis tímapunktur fyrir þessa stráka að fá nýtt andlit. Ég er ekkert hættur að starfa hjá félaginu ef félagið vill hafa mig í vinnu. Þá er ég alveg klár.“ „Það breytist ekkert,“ sagði Erlingur spurður út í hvort það væri enn meiri vilji í að gera vel á tímabilinu þar sem hann er á förum. „Það er alltaf vilji til þess. Það er ástæðan fyrir því að við erum hérna, allir. Það er eiginlega bara þannig,“ sagði Erlingur léttur.
Olís-deild karla ÍBV UMF Selfoss Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Sjá meira