„Ég væri frekar til í að hlusta á Ingva Hrafn á ÍNN tala um kynlíf en þetta“ Snorri Másson skrifar 19. febrúar 2023 09:29 Jakob Birgisson grínisti var álitsgjafi Íslands í dag að nýju á miðvikudag en til umfjöllunar í léttum dúr þar voru meðal annars fræðslumyndbönd Ríkisútvarpsins þar sem frægir Íslendingar eru inntir eftir persónulegri reynslu þeirra af kynlífi hvers konar. Jakob lýsti vonbrigðum sínum með þætti Ríkisútvarpsins og efaðist um nauðsyn þessa efnis: „Þetta er viðbjóður. Mér finnst þetta algerlega galið. Sko, forleikur. Hvað er forleikur? Skýrir það sig ekki nokkuð sjálft? Þarf að mata fólk af öllu? Ég væri frekar til í að hlusta á Ingva Hrafn á ÍNN tala um kynlíf frekar en þetta.“ Brot úr þáttunum má sjá í innslaginu hér að ofan, en þar lýsir fólk því hvað fullnæging er fyrir þeim. Umfjöllunin hefst á tólftu mínútu. Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður dróst með óvæntum hætti inn í umfjöllun Íslands í dag um kynfræðslumyndbönd RÚV, en allt þetta má sjá í innslaginu hér að ofan. Rætt er við Jakob Birgisson grínista.Vísir Jakob kveðst þrátt fyrir þetta ekki með öllu mótfallinn umfjöllun eða fræðslu um kynlíf, en segir að hann hafi væntingar um að Ríkisútvarpið geri það með fágaðri hætti ef það á yfirleitt að vera gert. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal ástsælli fjölmiðlamanna þjóðarinnar.RÚV „Ef RÚV ætlar í dagskrárgerð um kynlíf einhvern veginn svona, til að höfða til fólks, væri ekki eðlilegra að þau myndu gera þetta á fágaðri hátt, á listrænni hátt og af dýpri skilningi og veita dýpri innsýn? Ég held að það væri fínt að hafa fjölmiðlamann í fararbroddi. Til dæmis Jón Ársæl. Hann hefur sýnt að hann kann að tala við fólk og spyrja það spjörunum úr. Ég væri til í að sjá hann með þátt um kynlíf. Hann gæti heitið eftir Laxness-verki, eins og Jón Ársæll hefur gert,“ sagði Jakob og lagði til Atómstöðin, Undir Helgahnúk eða jafnvel Barn náttúrunnar. Í kjölfarið lék Jakob það eftir af mikilli eftirhermulist hvernig Jón Ársæll myndi setja fram spurningar í svona þætti. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum og vísast til innslagsins hér að ofan. Kynlíf Ríkisútvarpið Ísland í dag Tengdar fréttir Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla? Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. 7. febrúar 2023 08:01 „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Jakob lýsti vonbrigðum sínum með þætti Ríkisútvarpsins og efaðist um nauðsyn þessa efnis: „Þetta er viðbjóður. Mér finnst þetta algerlega galið. Sko, forleikur. Hvað er forleikur? Skýrir það sig ekki nokkuð sjálft? Þarf að mata fólk af öllu? Ég væri frekar til í að hlusta á Ingva Hrafn á ÍNN tala um kynlíf frekar en þetta.“ Brot úr þáttunum má sjá í innslaginu hér að ofan, en þar lýsir fólk því hvað fullnæging er fyrir þeim. Umfjöllunin hefst á tólftu mínútu. Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamaður dróst með óvæntum hætti inn í umfjöllun Íslands í dag um kynfræðslumyndbönd RÚV, en allt þetta má sjá í innslaginu hér að ofan. Rætt er við Jakob Birgisson grínista.Vísir Jakob kveðst þrátt fyrir þetta ekki með öllu mótfallinn umfjöllun eða fræðslu um kynlíf, en segir að hann hafi væntingar um að Ríkisútvarpið geri það með fágaðri hætti ef það á yfirleitt að vera gert. Jón Ársæll Þórðarson er á meðal ástsælli fjölmiðlamanna þjóðarinnar.RÚV „Ef RÚV ætlar í dagskrárgerð um kynlíf einhvern veginn svona, til að höfða til fólks, væri ekki eðlilegra að þau myndu gera þetta á fágaðri hátt, á listrænni hátt og af dýpri skilningi og veita dýpri innsýn? Ég held að það væri fínt að hafa fjölmiðlamann í fararbroddi. Til dæmis Jón Ársæl. Hann hefur sýnt að hann kann að tala við fólk og spyrja það spjörunum úr. Ég væri til í að sjá hann með þátt um kynlíf. Hann gæti heitið eftir Laxness-verki, eins og Jón Ársæll hefur gert,“ sagði Jakob og lagði til Atómstöðin, Undir Helgahnúk eða jafnvel Barn náttúrunnar. Í kjölfarið lék Jakob það eftir af mikilli eftirhermulist hvernig Jón Ársæll myndi setja fram spurningar í svona þætti. Sjón er sögu ríkari í þeim efnum og vísast til innslagsins hér að ofan.
Kynlíf Ríkisútvarpið Ísland í dag Tengdar fréttir Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla? Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. 7. febrúar 2023 08:01 „Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Vika6: Kynfræðsla eða klámfræðsla? Þrátt fyrir að einhverjum þyki eflaust umræðan um kynlíf komin út fyrir öll mörk er mikilvægt að við fullorðna fólkið tökum höndum saman og ræðum við börnin okkar með þeim hætti að þau upplifi kynheilbrigði sem jákvæðan og mikilvægan þátt í eigin lífi. 7. febrúar 2023 08:01
„Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“ Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt. 5. janúar 2023 07:01