Lífið

Undra­ver­öld Kötlu­jökuls, ís­hellar og ævin­týri

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Garpur sýnir Andra íshellana í Kötlujökli í nýjasta þættinum.
Garpur sýnir Andra íshellana í Kötlujökli í nýjasta þættinum. Vísir/Garpur I. Elísabetarson

Í öðrum þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur með Andra og sýnir honum íshellana í Kötlujökli. Hellirinn er mjög aðgengilegur og nær höfuðborginni en flest svona ævintýri. Andri hefur aldrei séð íshelli áður og má segja að upplifun hans svíki engan.

Þeir hitta ævintýraleiðsögumanninn Hauk Þorsteinsson sem starfar hjá Southcoast Adventure og keyrslan að Kötlujökli er mjög falleg, en þá er keyrt af þjóðveginum og í kringum Hafursey áður en þeir lentu við rætur jökulsins. Jökullinn er ólíkur öðrum jöklum að því leyti að hann er vel skreyttur sandi og ösku og lítur út eins og Oreo-kex, eða sebrahestur. Einn af stórum kostum þessa ævintýris er að það geta allir farið, og eru notaðir venjulegir göngubroddar sem er smeygt yfir gönguskóna.

Þeir gengu upp manngerðan stiga, sem leiðsögumenn hafa smíðað, og fóru inn í fyrsta hellinn sem er eiginlega risa stór göng og þar er auðvelt að gleyma sér í fegurðinni. Ferðalagið heldur áfram í gegnum þennan helli og inn í nokkurskonar ís-laut sem er eins og byrjun á einhverju Narníu-ævintýri. Það tekur svo við annar lítill hellir, sem eru líka göng, en þar verða litirnir enn ýktari og upplifunin eftir því.

Klippa: Okkar eigið Ísland - Kötlujökull

Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir af ævintýrinu.

Vísir/Garpur I. Elísabetarson
Vísir/Garpur I. Elísabetarson
Vísir/Garpur I. Elísabetarson
Kötlujökull.Vísir/Garpur I. Elísabetarson
Vísir/Garpur I. Elísabetarson
Vísir/Garpur I. Elísabetarson
Vísir/Garpur I. Elísabetarson

Eldri þætti af Okkar eigið Ísland má finna HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

„Ég verð mjög oft hræddur“

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Fór óhefðbunda leið upp brattann á Hafursey

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.