Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 07:50 Selenskí heimsótti Bretland á dögunum. AP/Victoria Jones Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira