Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2023 07:07 Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, starfaði áður á Veðurstofu Íslands. Egill Aðalsteinsson Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Eflaust eru margir orðnir langþreyttir á lægðaganginum með tilheyrandi umhleypingum og hvassviðri. Mannfólkið ræður kannski lítið við rokið. Og þó. Eitt ráðið gæti verið að rækta skóg. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sýnir framkvæmdastjórinn, Auður Kjartansdóttir, okkur vindakort Veðurstofunnar frá 7. febrúar. Kortið sýnir mikinn vindhraða allt í kringum borgina en mun minni vind inni í byggðinni. Þannig segir hún 40 metra hviður á sekúndu sjást í Bláfjöllum meðan hviðurnar nái aðeins 14 metrum í efri hverfum Reykjavíkur. Það skýrir hún með skjólinu í Heiðmörk. Auður bendir á skjólpollinn í borginni á sama tíma og mun hvassara er í kringum borgina.Egill Aðalsteinsson Gamlar myndir sýna hvað borgin var áður berangursleg. Núna er trjágróður víða vaxinn upp fyrir húsþökin. „Bara iðulega sér maður í suðlægum og austlægum áttum bremsun vindsins yfir höfuðborginni,“ segir Auður, sem áður starfaði hjá Veðurstofunni. Hún segir að þar noti menn hugtakið hrýfi, með ypsíloni, um áhrifin. Það sé leitt af orðinu hrjúfur. Vindur ferðist hraðar yfir sjó heldur en land en þetta er einnig skýrt á vef Skógræktarfélagsins. „Og mismunandi landslagsgerðir bremsa í raun og veru vindinn þegar hann ferðast yfir.“ Séð yfir skógarreiti í Heiðmörk. Efst til hægri sést í Vatnsendahverfi í Kópavogi.Arnar Halldórsson Auður varpar því fram hvort mætti ekki skýla Leifsstöð betur með trjám. „Hvort að gestir geti farið auðveldar út úr landgöngum og flugvélar myndu ekki færast úr stað, og allt hvað eina, sem maður hefur heyrt í fréttum.“ Hún segir áhrif skógar á hrýfi geta verið þrítugfalt. „Og með aukinni skógrækt, þá eykst hrýfi, og við upplifum meira skjól,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Veður Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04 Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21 Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Skógræktin mun planta sjö milljónum plantna 2023 Skógræktin stefnir á að setja Íslandsmet í gróðursetningu plantna á næsta ári en þá eru ætlunin að gróðursetja um sjö milljónir plantna víðsvegar um landið. 3. desember 2022 14:04
Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur. 7. nóvember 2022 21:21
Fólk sem býr og starfar við Elliðavatn lýsir dásemdum útvistarperlunnar „Það er alveg dásamlegt að vinna hérna. Þessi kyrrð og nánd við náttúruna. Þetta er ólýsanlegur vinnustaður. Þetta eru forréttindi að fá að vinna á þessum stað,“ segir Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en skrifstofa félagsins er í Elliðavatnsbænum. Auður býr auk þess í Norðlingaholti, en hún segir það meðal lífsgæða hverfisins hvað það er nálægt Heiðmörk. 7. nóvember 2022 14:53