„Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 12:30 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm „Það vantaði gæði á síðasta þriðjung. Hefðum mátt vera aðeins rólegri þegar við vorum komnar þangað,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, en liðið gerði í gærkvöld markalaust jafntefli við Wales á Pinatar-mótinu sem fram fer á Spáni. Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Ísland var langt frá sínu besta í leiknum og fékk Wales þó nokkur fín færi í leiknum. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið og lauk leiknum með 0-0 jafntefli. Ísland því með fjögur stig eftir að hafa sigrað Skotland í fyrsta leik sínum á mótinu. „Síðasta sendingin var svolítið að klikka hjá okkur og það vantaði ró á boltann til að við gætum verið að búa eitthvað til,“ bætti Þorsteinn við en ljóst var að hann vildi meira en aðeins jafntefli úr leik gærkvöldsins. „Það kom kraftur í okkur og leikmenn Wales voru orðnar þreyttar þannig að ferskir fætur hjá okkur héldu tempóinu áfram í leiknum. Vorum sterkari aðilinn fannst mér í seinni hálfleik. Þetta var keimlíkt og á móti Skotum, seinni hálfleikur betri en sá fyrri heilt yfir. Virðist taka okkur 45 mínútur í síðustu tveimur leikjum að ná áttum, það er eitthvað sem við þurfum að bæta. Þokkalega ánægður með seinni hálfleikinn og vorum líklegri til að skora en náðum ekki að skapa okkur dauðafæri eða neitt svoleiðis.“ Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag #dottir pic.twitter.com/eI6wG9iDCl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 „Auðvitað tökum við eitthvað jákvætt úr þessu. Erum ekki að fá á okkur mark, höldum hreinu í báðum leikjum og þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Heldur áfram þessi gluggi og við eigum leik aftur eftir nokkra daga. Förum yfir leikinn í fyrramálið [í dag], greinum hann aðeins, sýnum leikmönnum og förum yfir þetta. Vonandi verður bæting frá leiknum í dag fram í næsta leik.“ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson eftir 0-0 jafntefli gegn Wales.#dottir pic.twitter.com/GAO8ZrT33N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 18, 2023 Ísland mætir Filippseyjum á þriðjudagskvöld og getur með sigri þar farið með sigur af hólmi í Pinatar-mótinu.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira