Ásdís rifjar upp krossbandsslitin: „Ég bara grét og grét og grét“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2023 23:32 Ásdís Þóra Ágústsdóttir sleit krossband í mars árið 2021, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Vísir/Daníel Þór Sigurlaug Rúnarsdóttir fór af stað með Kvennakastið í seinustu viku þar sem fjallað verður um Olís-deild kvenna í handbolta. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur voru gestir hennar í fyrsta þætti og þar ræddu þær meðal annars um það þegar Ásdís sleit krossband. Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Ásdís, sem er leikmaður Vals, sleit krossband í leik með 3. flokki félagsins í mars árið 2021. Þá var hún nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við sænska liðið Lugi. „Já þetta var í 3. flokksleik. Það var þarna landsliðspása og við áttum að fá að spila korter og korter ég og Elín Rósa og einhverjar úr 3. flokki. Svo bara gerist þetta eftir tvær eða þrjár mínútur,“ sagði Ásdís um þessi erfiðu meiðsli. Hún segist þó ekki hafa fundið fyrir einhverjum eymslum í hnénu áður en krossbandið gaf sig og segir að þetta hafi verið hennar fyrstu alvarlegu meiðsli á ferlinum. „Nei, ég fann ekkert og ég hafði aldrei meiðst áður þannig þetta kom mér rosalega mikið í opna skjöldu.“ „Í mínu tilviki þá fannst mér þetta svo ógeðslega vont að ég bara grét og grét og grét því þetta var svo vondur verkur. Svo fer ég daginn eftir að hitta lækni og sjúkraþjálfara og þeir segja báðir að þetta sé krossbandið,“ sagði Ásdís, en á þessum tímapunkti var hún þó ekki farin að trúa því að um krossbandsslit væri að ræða. „Ég var búin að vera að tala við einhverjar stelpur sem höfðu slitið krossband og þær gátu varla labbað daginn eftir og þeim brá bara ógeðslega mikið. En mér fannst þetta svo ógeðslega vont og þá var ég eiginlega alltaf viss um að þetta væri ekki krossbandið, en svo fór ég náttúrulega í segulómun viku seinna og þá var þetta krossbandið.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um krossbandsslit Ásdísar hefjast strax á annarri mínútu. Klippa: Kvennakastið: Lilja og Ásdís Ágústdætur mættu í spjall
Olís-deild kvenna Valur Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira