Köstuðu frá sér átta marka forskoti: „Algjörlega hauslaust“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2023 20:50 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega fúll eftir tap gegn ÍBV í Olís-deildinni í dag. Hans menn byrjuðu leikinn frábærlega og voru komnir átta mörkum yfir eftir tíu mínútur. Svo fór eiginlega allt í steik. „Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum. Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
„Við komum hrikalega sterkir inn í leikinn, vorum klárir og komumst í 9-1. Svo skipta þeir í 5-1 vörn og við vorum í basli með það,“ sagði Patrekur eftir leik. Stjarnan leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. „Við byrjum ágætlega í seinni hálfleik. Svo koma glórulausar ákvarðanatökur. Það er einn maður upp á miðju hjá ÍBV og þannig hefur það verið í nokkur ár. Það kemur alltaf nýr maður inn hjá þeim og sá leikmaður spilaði ágætlega í dag.“ „Við förum algjörlega út úr konsepti. Við erum með 20 tæknifeila í þessum leik, 20! Þetta var mjög skrítið og við erum sjálfum okkur verstir. Við áttum klárlega að vinna þennan leik.“ „Þetta var lélegt hjá okkur,“ sagði Patrekur en hann var spurður að því hvort hausinn hefði farið algjörlega hjá mönnum við það að komast langt fram úr Eyjamönnum snemma leiks. „Já, þetta var algjörlega hauslaust. Við höfum verið með 4-7 tæknifeila í síðustu leikjum. Í dag erum við með 20. Það er lélegt að það skuli allt hrynja. Það er eitthvað sem við þurfum að laga. Fallið má ekki vera svona mikið. Þó það gangi illa sóknarlega þá á það ekki að smita út í allt annað í leiknum.“ „Við erum búnir að spila ágætlega en núna tókum við skref til baka,“ sagði Patrekur en þetta er eitthvað sem menn – vonandi fyrir Stjörnuna - læra af. „Við vorum algjörlega klárir í leikinn en það vantaði gæði, að þora og sjálfstraust gegn þessari vörn. Við gerðum alltof mikið af mistökum.“ Mistökin urðu Stjörnunni að falli í dag, en liðið er eftir leikinn í fimmta sæti Olís-deildarinnar en pakkinn er þéttur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig deildin mun þróast á næstu vikum.
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-26 | Ótrúleg endurkoma Eyjamanna Eftir að hafa lent 9-1 undir eftir tíu mínútna leik snéru Eyjamenn bökum saman og unnu ótrúlegan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 23-26. 21. febrúar 2023 20:52