Lögðu til ákærur í máli Trumps í Georgíu: „Þetta er ekki stuttur listi“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2023 10:24 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Reba Saldanha Ákærudómstóll í Georgíu sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamenn hans vegna afskipta þeirra af framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur lagt til að nokkrir sem að málinu koma verði ákærðir. „Þetta er ekki stuttur listi,“ sagði Emily Kohros, formaður ákærudómstólsins í samtali við New York Times í gærkvöldi. Hún vildi þó ekki segja nánar um hverja ákærudómstóllinn sagði að ákæra ætti. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Í Georgíu getur ákærudómstóll ekki lagt fram ákærur heldur lagt til að ákæra fólk. Fani T. Willis, héraðssaksóknari í Fultonsýslu mun ákveða hvort tillögunum verði framfylgt. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin hófst í janúar í fyrra. Sjá einnig: Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður Er hún var spurð hvort lagt hefði verið til að Trump sjálfur yrði ákærður vildi Kohrs ekki svara því. Þess í stað sagði hún: „Ykkur verður ekkert brugðið. Þetta eru ekki geimvísindi.“ Hún sagðist þurfa að vanda mál sitt en tók fram að fjölmiðlafólk hefði líklega einhverja hugmynd um hvað ákærudómstóllinn hefði lagt til. Dómari málsins birti nýverið hluta úr skýrslu ákærudómstólsins en þar kom fram að kviðdómendur töldu vitni hafa borið ljúgvitni. Ekki kom fram hverjir áttu að hafa gert það eða hve margir. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðherra. Þeir eru báðir repúblikanar. Sjá einnig: Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Trump bar ekki vitni fyrir framan ákærudómstólinn en málið snýst að stórum hluta um símtal þar sem hann hringdi í Brad Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu. Þetta var skömmu eftir forsetakosningarnar 2020 en Trump tapaði í Georgíu með 11.779 atkvæðum. Forsetinn þáverandi þrýsti á Raffensperger, sem einnig er Repúblikani, og sagði honum að telja atkvæðin aftur og „finna 11.780 atkvæði“. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Khors sagði að vinna ákærudómstólsins hefði byrjað á þessu símtali en hafi verið langt frá því að vera eini vendipunkturinn sem hafi verið skoðaður. Kviðdómendur skoðuðu einnig aðkomu Trumps að öðrum tilraunum til að breyta úrslitum kosninganna í Georgíu og það jafnvel eftir að búið var að telja atkvæðin þrisvar sinnum. Meðal annars skoðuðu kviðdómendur það að Trump sé sagður hafa beðið Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, um að kalla saman ríkisþingið svo þingmenn gætu kosið sína eigin kjörmenn sem ekki væru bundnir af úrslitum forsetakosninganna í nóvember 2020. Sjá einnig: Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Ákærudómstóllinn skoðaði einnig sérstaka þingfundi í ríkisþingi Georgíu þar sem Rudolph W. Giuliani, þáverandi einkalögmaður Trumps, og aðrir vörpuðu fram lygum og ósannindum um framkvæmd kosninganna í Georgíu. Khors segir að ákærudómstóllinn hafi varið töluverðum tíma í að fara yfir framkvæmd kosninganna og allir 23 kviðdómendur hafi verið sammála um að ekkert kosningasvindl hafi átt sér stað í Fultonsýslu. Þau vildu að það yrði tekið fram í skýrslu þeirra, því fólk væri enn að halda því fram að svindl hefði kostað Trump sigur. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl Þáttastjórnendur og forsvarsmenn Fox News töluðu sín á milli um verulegar efasemdir um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum 2020. Þau sögðust telja að viðmælendur þeirra eins og lögmaðurinn Sidney Powell væru að ljúga að áhorfendum þeirra. Engu að síður fjölluðu þau ítrekað um ásakanirnar og ýttu undir þær. 17. febrúar 2023 11:02 Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
„Þetta er ekki stuttur listi,“ sagði Emily Kohros, formaður ákærudómstólsins í samtali við New York Times í gærkvöldi. Hún vildi þó ekki segja nánar um hverja ákærudómstóllinn sagði að ákæra ætti. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Í Georgíu getur ákærudómstóll ekki lagt fram ákærur heldur lagt til að ákæra fólk. Fani T. Willis, héraðssaksóknari í Fultonsýslu mun ákveða hvort tillögunum verði framfylgt. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin hófst í janúar í fyrra. Sjá einnig: Ákveða á næstu vikum hvort Trump verði ákærður Er hún var spurð hvort lagt hefði verið til að Trump sjálfur yrði ákærður vildi Kohrs ekki svara því. Þess í stað sagði hún: „Ykkur verður ekkert brugðið. Þetta eru ekki geimvísindi.“ Hún sagðist þurfa að vanda mál sitt en tók fram að fjölmiðlafólk hefði líklega einhverja hugmynd um hvað ákærudómstóllinn hefði lagt til. Dómari málsins birti nýverið hluta úr skýrslu ákærudómstólsins en þar kom fram að kviðdómendur töldu vitni hafa borið ljúgvitni. Ekki kom fram hverjir áttu að hafa gert það eða hve margir. Á meðal þeirra 75 vitna sem komu fyrir dómstólinn voru Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Suður-Karólínu. Háttsettir embættismenn í Georgíu voru einnig kallaðir til vitnis, þar á meðal Brian Kemp, ríkisstjóri, og Brad Raffensperger, innanríkisráðherra. Þeir eru báðir repúblikanar. Sjá einnig: Telja vitni hafa logið um tilraunir Trumps til að snúa úrslitunum Trump bar ekki vitni fyrir framan ákærudómstólinn en málið snýst að stórum hluta um símtal þar sem hann hringdi í Brad Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu. Þetta var skömmu eftir forsetakosningarnar 2020 en Trump tapaði í Georgíu með 11.779 atkvæðum. Forsetinn þáverandi þrýsti á Raffensperger, sem einnig er Repúblikani, og sagði honum að telja atkvæðin aftur og „finna 11.780 atkvæði“. Sjá einnig: Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Khors sagði að vinna ákærudómstólsins hefði byrjað á þessu símtali en hafi verið langt frá því að vera eini vendipunkturinn sem hafi verið skoðaður. Kviðdómendur skoðuðu einnig aðkomu Trumps að öðrum tilraunum til að breyta úrslitum kosninganna í Georgíu og það jafnvel eftir að búið var að telja atkvæðin þrisvar sinnum. Meðal annars skoðuðu kviðdómendur það að Trump sé sagður hafa beðið Brian Kemp, ríkisstjóra Georgíu, um að kalla saman ríkisþingið svo þingmenn gætu kosið sína eigin kjörmenn sem ekki væru bundnir af úrslitum forsetakosninganna í nóvember 2020. Sjá einnig: Sagður hafa beðið ríkisstjóra Georgíu um aðstoð við að snúa úrslitunum sér í vil Ákærudómstóllinn skoðaði einnig sérstaka þingfundi í ríkisþingi Georgíu þar sem Rudolph W. Giuliani, þáverandi einkalögmaður Trumps, og aðrir vörpuðu fram lygum og ósannindum um framkvæmd kosninganna í Georgíu. Khors segir að ákærudómstóllinn hafi varið töluverðum tíma í að fara yfir framkvæmd kosninganna og allir 23 kviðdómendur hafi verið sammála um að ekkert kosningasvindl hafi átt sér stað í Fultonsýslu. Þau vildu að það yrði tekið fram í skýrslu þeirra, því fólk væri enn að halda því fram að svindl hefði kostað Trump sigur.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl Þáttastjórnendur og forsvarsmenn Fox News töluðu sín á milli um verulegar efasemdir um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum 2020. Þau sögðust telja að viðmælendur þeirra eins og lögmaðurinn Sidney Powell væru að ljúga að áhorfendum þeirra. Engu að síður fjölluðu þau ítrekað um ásakanirnar og ýttu undir þær. 17. febrúar 2023 11:02 Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25 Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02 Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44 Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Stjörnur Fox efuðust bak við tjöldin um ásakanir um kosningasvindl Þáttastjórnendur og forsvarsmenn Fox News töluðu sín á milli um verulegar efasemdir um að umfangsmikið kosningasvindl hefði kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum 2020. Þau sögðust telja að viðmælendur þeirra eins og lögmaðurinn Sidney Powell væru að ljúga að áhorfendum þeirra. Engu að síður fjölluðu þau ítrekað um ásakanirnar og ýttu undir þær. 17. febrúar 2023 11:02
Lögmaður Trumps í sigti saksóknara Alríkissaksóknarar sem halda utan um rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á meðhöndlun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta á leynilegum skjölum, vilja fá upplýsingar um samskipti Trumps og lögmanns hans. Þessi samskipti eru trúnaðarmál en saksóknararnir hafa leitað til dómara til að fá aðgang að þeim og fá lögmanninn í yfirheyrslu hjá ákærudómstól. 15. febrúar 2023 10:25
Haley fer fram gegn Trump Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lýsti því yfir í morgun að hún ætli í forsetaframboð. Hún er sú fyrsta sem lýsir yfir framboði eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti, lýsti því yfir í nóvember í fyrra að hann ætlaði að gera aðra atlögu að Hvíta húsinu. 14. febrúar 2023 14:02
Neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum saksóknara Donald Trump neitaði oftar en 400 sinnum að svara spurningum sem lagðar voru fyrir hann við yfirheyrslur vegna rannsóknar yfirvalda í New York. Þetta sést á myndskeiði af yfirheyrslunni sem CBS News hefur undir höndum. 1. febrúar 2023 07:44
Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. 20. janúar 2023 07:35