Feimin að eðlisfari en milljónir manna fylgjast með Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 12:29 Ása hefur rækilega slegið í gegn á sínum samfélagsmiðlum. Ásu Steinarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er menntaður tölvunarfræðingur og verkfræðingur en starfar núna sem áhrifavaldur í fullu starfi. Ása er meðal fremstu kvenna í heiminum á sínu sviði. Hún sérhæfir sig í ævintýramennsku, ljósmyndun og gerð myndbanda bæði fyrir sína miðla og fyrir fyrirtæki. Rætt var við Ásu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Óhætt er að segja að fáir Íslendingar geti státað sig af jafn stórum fylgjendahópi og hún, en á Instagram er hún með yfir 700 þúsund fylgjendur og milljónir manna sjá efni frá hennar miðlum í hverjum mánuði. Við settumst niður með Ásu og fengum innsýn inn í það í hverju hennar starf felst. „Starfið mitt er alltaf að breytast og það er eitthvað sem ég elska við þetta starf. Hver einasti dagur getur litið mismunandi út. Ég sérhæfi mig í því að búa til efni, ljósmyndir og video efni og starfa eiginlega bara við samfélagsmiðla,“ segir Ása og heldur áfram. Ekki góð umræða í kringum áhrifavalda „Það er hægt að kalla mig áhrifavald. Mér finnst það ekki skemmtilegasta orðið í heimi og kannski hefur verið svona smá neikvæð umfjöllun tengd orðinu áhrifavaldur. En þetta er bara orðið starf og bara meira en það en ég er búin að stofna fyrirtæki í kringum það sem ég er að gera og það eru fullt af tækifærum í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Áhrifavaldar hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki, bæði fyrir það að hegða sér með glæfralegum hætti í íslenskri náttúru en einnig fyrir það að fylgja ekki reglum sem lúta að auglýsingum. Ása segir að bransinn hafi breyst mikið og nú sé hægt að afla sér tekna með vinnu á samfélagsmiðlum. „Ég er með fjóra í vinnu og þar á meðal eiginmann minn svo þetta er fullt starf hjá mér. Það væri aldrei hægt fyrir vöruskipti þannig að fyrirtæki borga að sjálfsögðu fyrir okkar vinnu.“ Byrjaði eftir bakpokaferðalag Ása segist velja vel hvaða fyrirtæki hún vinni með en að þau hjónin hafi fengið fjölmörg boð um samstarf. „Við höfum alveg fengið ýmsar spurningar sem geta verið mjög fyndnar eins og grasreykingar og við vorum ekki alveg til í það,“ segir Ása hlær. Ása hefur klárað nám í bæði verkfræði og tölvunarfræði en fyrir nokkrum árum síðan ákvað hún að segja upp starfi sínu og verða áhrifavaldur í fullu starfi. En hvar byrjaði þetta ævintýri? „Þetta byrjar svona því ég er með svo mikla ferðaþrá í mér. Eftir nám fer ég til Asíu og er á bakpokaferðalagi í meira en ár.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Hún hélt úti ferðabloggi á ferðalögum sínum um Asíu en eftir komuna heim aftur hélt hún áfram. „Og þá fer ég bara meira að mynda líf mitt hérna heima á Íslandi, íslenska náttúru og það vekur bara svona mikinn áhuga því þetta er akkúrat þegar heimurinn fer að taka meira eftir Íslandi.“ Myndbandið sem milljónir hafa séð Ása er feimin að eðlisfari en samt sem áður hafa tugir milljónir manna séð efni frá henni á samfélagsmiðlum. Ása, Leó maðurinn hennar og sonurinn Atlas eiga húsbíl og þau reyna að dvelja sem mest í honum. Á síðasta ári birti Ása myndband af syninum að róla sér í dyrum húsbílsins og myndbandið vakti heldur betur lukku. „Það var eitthvað sem við vorum ekki að búast við. Okkur vantaði stól þar sem hann gat borðað í húsbílnum okkar þannig að Leó tók IKEA stól og breytti honum í rólu því það er svo lítið pláss í húsbílnum okkar, hann getur líka rólað í honum. Þetta vakti svakalega mikla athygli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Ferðalög Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Sjá meira
Óhætt er að segja að fáir Íslendingar geti státað sig af jafn stórum fylgjendahópi og hún, en á Instagram er hún með yfir 700 þúsund fylgjendur og milljónir manna sjá efni frá hennar miðlum í hverjum mánuði. Við settumst niður með Ásu og fengum innsýn inn í það í hverju hennar starf felst. „Starfið mitt er alltaf að breytast og það er eitthvað sem ég elska við þetta starf. Hver einasti dagur getur litið mismunandi út. Ég sérhæfi mig í því að búa til efni, ljósmyndir og video efni og starfa eiginlega bara við samfélagsmiðla,“ segir Ása og heldur áfram. Ekki góð umræða í kringum áhrifavalda „Það er hægt að kalla mig áhrifavald. Mér finnst það ekki skemmtilegasta orðið í heimi og kannski hefur verið svona smá neikvæð umfjöllun tengd orðinu áhrifavaldur. En þetta er bara orðið starf og bara meira en það en ég er búin að stofna fyrirtæki í kringum það sem ég er að gera og það eru fullt af tækifærum í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Áhrifavaldar hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki, bæði fyrir það að hegða sér með glæfralegum hætti í íslenskri náttúru en einnig fyrir það að fylgja ekki reglum sem lúta að auglýsingum. Ása segir að bransinn hafi breyst mikið og nú sé hægt að afla sér tekna með vinnu á samfélagsmiðlum. „Ég er með fjóra í vinnu og þar á meðal eiginmann minn svo þetta er fullt starf hjá mér. Það væri aldrei hægt fyrir vöruskipti þannig að fyrirtæki borga að sjálfsögðu fyrir okkar vinnu.“ Byrjaði eftir bakpokaferðalag Ása segist velja vel hvaða fyrirtæki hún vinni með en að þau hjónin hafi fengið fjölmörg boð um samstarf. „Við höfum alveg fengið ýmsar spurningar sem geta verið mjög fyndnar eins og grasreykingar og við vorum ekki alveg til í það,“ segir Ása hlær. Ása hefur klárað nám í bæði verkfræði og tölvunarfræði en fyrir nokkrum árum síðan ákvað hún að segja upp starfi sínu og verða áhrifavaldur í fullu starfi. En hvar byrjaði þetta ævintýri? „Þetta byrjar svona því ég er með svo mikla ferðaþrá í mér. Eftir nám fer ég til Asíu og er á bakpokaferðalagi í meira en ár.“ View this post on Instagram A post shared by Asa Steinars • Iceland (@asasteinars) Hún hélt úti ferðabloggi á ferðalögum sínum um Asíu en eftir komuna heim aftur hélt hún áfram. „Og þá fer ég bara meira að mynda líf mitt hérna heima á Íslandi, íslenska náttúru og það vekur bara svona mikinn áhuga því þetta er akkúrat þegar heimurinn fer að taka meira eftir Íslandi.“ Myndbandið sem milljónir hafa séð Ása er feimin að eðlisfari en samt sem áður hafa tugir milljónir manna séð efni frá henni á samfélagsmiðlum. Ása, Leó maðurinn hennar og sonurinn Atlas eiga húsbíl og þau reyna að dvelja sem mest í honum. Á síðasta ári birti Ása myndband af syninum að róla sér í dyrum húsbílsins og myndbandið vakti heldur betur lukku. „Það var eitthvað sem við vorum ekki að búast við. Okkur vantaði stól þar sem hann gat borðað í húsbílnum okkar þannig að Leó tók IKEA stól og breytti honum í rólu því það er svo lítið pláss í húsbílnum okkar, hann getur líka rólað í honum. Þetta vakti svakalega mikla athygli.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Ferðalög Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Sjá meira