Meðalbiðtími eftir afplánun rúm tvö ár Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2023 14:10 Þorbjörg Sigríður segir biðtíma eftir afplánun ævintýralega langan, miklu lengri en hún hefði getað ímyndað sér. Á því ófremdarástandinu hljóti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og ríkisstjórnin að bera. Vísir/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir algert ófremdarástand blasa við í fangelsismálum landsins og á því hljóti ráðherra og ríkisstjórn að bera ábyrgð. Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þorbjörgu Sigríði barst í gær svar frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn sinni. Þar kemur meðal annars fram að dæmdir menn biðu í meðaltali 2,2 ár frá því þeir voru dæmdir í fangelsi þar til afplánun hófst. Þar kemur jafnframt fram að 279 karlmenn og 38 konur bíði þess að afplána dóma = 317 einstaklingar bíða þess að kallið komi og þeir settir bak við lás og slá. Ævintýralega langur tími í bið eftir afplánun „Mér finnst þessi staða með ólíkindum. Þetta er ævintýralega langur tími,“ segir Þorbjörg Sigríður í samtali við Vísi. Hún bendir á að menn skyldu átta sig á að hér er verið að tala um 2,2 ár en ekki mánuði. „Þessi biðtími er langtum lengri en ég bjóst við og langt umfram það sem má teljast boðlegt. Óboðleg staða með tilliti til tilgangs fangelsisdóma, að teknu tilliti til samfélagslegra hagsmuna og réttinda sakborninga,“ segir þingmaðurinn. Í svari og fyrirspurn kemur einnig fram að Fangelsismálastofnun hefur fengið á sig niðurskurðarkröfu á hverju ári, allt aftur til 2008. Fjallað hefur verið með reglubundnum hætti um þessa stöðu á Vísi að í sumum tilfella hafi dómar hreinlega verið felldir niður, þeir hafa fyrnst. Þorbjörg Sigríður segir þetta sýna svart á hvítu að það ríki fullkomið metnaðarleysi í þessum málaflokki. Ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar blasi við Sem kann í hugum einhverra að skjóta skökku við því ráðamenn í þessum efnum eru oftar en ekki fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem hafa í gegnum tíðina verið tíðrætt um hlutverk ríkisins í að gæta laga og réttar. Má ekki heita sérstakt að þeir séu þá þessir villuráfandi sauðir þegar til kastanna kemur? „Jú. Þetta eru grundvallarmál sem varðar öryggi borgaranna og mannréttindi sakborninga. Það er helst á þér að heyra að þetta snúist ekki einungis um fjármögnun heldur einnig skorti á stefnu; og þá áherslur hvað varðar betrun/refsingu? „Fjármögnunin er stór breyta, eins og sést á stöðugum niðurskurði um margra ára skeið. Hún er svo mikil að hún heggur alvarlega í stoðir Fangelsismálastofnunar. Hér eru dæmdir menn að bíða afplánunar árum saman. Það speglar fullkomið stefnuleysi í málaflokknum. Og á þeirri stöðu ber ráðherra og ríkisstjórnin ábyrgð,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira