Brúnni lokað og bræður læstir inni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 19:10 Stöpullinn fór undan brúnni í vatnavöxtum fyrr í febrúar en skaðinn kom ekki í ljós fyrr en í dag. Nú er umferð um brúna talin hættuleg. Eggert Norðdahl Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar.
Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11