„Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. febrúar 2023 09:59 Vilhelm Neto og Stefán Ingvar frumsýna nýtt uppistand á morgun með uppistandshópnum VHS. VHS Uppistandshópurinn VHS frumsýnir í kvöld nýja sýningu sem gengur undir nafninu VHS velur vellíðan. Vilhelm Neto og Stefán Ingvar Vigfússon, tveir af fjórum meðlimum hópsins, ræða um sýninguna og umdeilt málefni. Auk þeirra Vilhelms og Stefáns eru Vigdís Hafliðadóttir og Hákon Örn Helgason í uppistandshópnum. Sýningunni er lýst á þann veg að hópurinn muni bjóða gestum upp á „nærandi kvöldstund, heilandi upplifun og níutíu mínútna hláturskast.“ Eins og nafn sýningunnar gefur til kynna er þema hennar vellíðan. Uppistandshópurinn VHS frumsýnir nýtt uppistand í kvöld.VHS Stefán segir að um ákveðið sérkenni hópsins sé að ræða. „Við byggjum alltaf stóran heim í kringum það sem við erum að gera. Við erum með mjög sterka fagurfræði sem við fylgjum eftir, frá nafninu, í markaðsefnið og í ljósahönnunina á sýningunni,“ segir hann. Vilhelm, eða Villi eins og hann er gjarnan kallaður, tekur í sama streng. „Okkur í VHS finnst alltaf dálítið gaman að setja svona stóra umgjörð í kringum uppistandið okkar,“ segir hann. „Við setjum mikla vinnu meira að segja í lagalistana sem eru spilaðir frammi og í sal. Það er þessi leikhúsnálgun á uppistandið sem er svolítið skemmtileg en svo er uppistandið voða venjulegt… uppistandslegt í rauninni.“ Má gera grín að öllu? Á undanförnum árum hefur umræða um það að hverju megi gera grín að orðið sífellt háværari. Þeir Villi og Stefán hafa báðir lagt fram sínar skoðanir í þá umræðu þegar hún kemur upp. „Ég er alveg hundrað prósent á því að það megi gera grín að hverju sem er,“ segir Stefán, aðspurður að því hverju megi gera grín að í dag. „Það eina sem hefur breyst er að fólk sem var alltaf afturendi gríns hjá mönnum sem líta út eins og ég, gagnkynhneigðir hvítir millistéttar- eða ofar, karlmenn, þau sem hafa alltaf orðið fyrir barðinu á svona gríni hafa í krafti samfélagsmiðla fengið röddina til þess að segja: „Mér finnst þetta leiðinlegt.“ Aðrir, eins og ég, hafa sagt: „Já, þetta er leiðinlegt, kannski ættum við ekki að níðast á trans fólki, eða samkynhneigðum, eða hverju sem er.“ Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar.“ Stefán Ingvar Vigfússon.VHS Villi segir þá að mikilvægt sé að kýla upp fyrir sig í gríni. „Þá særist enginn. Þegar ég er að gera eftirhermur af einhverri þjóð þá eru það þjóðir sem eru í mjög góðri stöðu. Það er til dæmis ekki hræðilegt að gera grín að Könum, gera amerískan hreim eða breskan hreim. Þetta er mjög vandmeðfarið en þetta er alltaf líka smá umræða.“ Stefán bendir á að hann hafi engin völd, það eina sem hann getur sagt er að sér finnist ákveðið grín ömurlegt. „Ef menn standa ekki betur með sjálfum sér og sínum hugmyndum en svo að líta á það sem einhverja árás þá eru þeir ekki sannfærðir um það sem þeir eru að segja.“ Frelsinu til að gera grín að hverju sem er fylgi þó frelsi til að gagnrýna það. „Alltaf þegar maður segir að það ætti ekki að segja svona þá fer fólk að segja: „Hey, ég er bara að opna umræðuna!“ Já, þetta er umræðan, þú opnaðir umræðuna, núna erum við að tala um þetta. Málfrelsið mitt nær jafn langt í að gagnrýna þig og málfrelsið þitt nær í að segja það sem þú vilt. Svo framarlega sem við erum ekki að hóta hvoru öðru ofbeldi eða eitthvað þá erum við bara góðir,“ segir Stefán. Grínið sem eldist best Í sambandi við þessa umræðu segist Villi vera hrifinn af því þegar grínistar ráðast á sjálfa sig. Þau í VHS geri mikið af því. „Það eldist líka best. Ef maður skoðar gamalt uppistand og sér hvað eldist vel með tímanum og hvað ekki þá sér maður á hvaða svæði maður á að vera,“ segir hann. Það sé kannski einmitt málið. Grínið sem er „í lagi“ í dag verði það kannski ekki í framtíðinni. „Ég var einmitt með grín um þetta sem sló ekki í gegn þannig ég hætti með það,“ segir Villi. „Þetta var fyndin pæling en ekki gott sem uppistand. Þá var það um að við yrðum fordómafull í garð vélmenna í framtíðinni. Það væri svona ekki vel séð, gaur sem hatar vélmenni. Það er týpískt eitthvað fyrir mína kynslóð til að vera ekki með á nótunum.“ Vilhelm Neto.VHS Gervigreindir hafa til að mynda þróast á ógnarhraða að undanförnu. Villi veltir því fyrir sér hvort þær muni einhvern tímann móðgast yfir gríni um sig. „Já ég er ekki stemningsmaður fyrir gervigreindinni, ég hef alveg talað um það líka. Kannski mun það eldast illa, hver veit.“ Væri fínt að hitta Brynjar Stefán hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum á síðasta ári. Ritdeilur hans og Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, hafa til að mynda vakið athygli. Stefán segir þó að hann fjalli ekki um Brynjar í sýningunni. „Ég er búinn að skrifa uppistand sem ég mun taka á öllum sýningum en síðan erum við alltaf með smá flex, ef það kemur eitthvað upp á í vikunni sem við verðum að snerta á. Ef okkur Brynjari lendir eitthvað í hár saman þá hugsa ég að ég muni alveg tala um það. Stefán segir þó að það sé kannski bara komið gott af síendurteknum rifrildum hans og Brynjars á netinu: „Það væri kannski fínt ef við myndum bara hittast í staðinn fyrir að rífast í gegnum fjölmiðla.“ Eitthvað fyrir alla Sem fyrr segir verður sýningin frumsýnd á morgun. Villi bendir á að um sé að ræða sýningu hjá uppistandshópi. Það geri það að verkum að ef einhverjum líkar ekki við eitt þeirra þá séu hin þrjú tilbúin að láta sá hinn sama hlæja. Brynjar Níelsson gæti þannig til að mynda skemmt sér yfir Villa, Vigdísi og Hákoni ef hann hefur ekki gaman að Stefáni. „Upp á svona miðaverð, ef fólk er óvisst hvort það eigi að koma, þá er einmitt vert að minna á að við erum fjölbreyttur hópur. Ef þér líkar ekki við einn þá eru alveg þrír aðrir tilbúnir að keyra sýninguna áfram. Þannig það er alltaf eitthvað fyrir alla, finnst mér.“ Uppistand Leikhús Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Auk þeirra Vilhelms og Stefáns eru Vigdís Hafliðadóttir og Hákon Örn Helgason í uppistandshópnum. Sýningunni er lýst á þann veg að hópurinn muni bjóða gestum upp á „nærandi kvöldstund, heilandi upplifun og níutíu mínútna hláturskast.“ Eins og nafn sýningunnar gefur til kynna er þema hennar vellíðan. Uppistandshópurinn VHS frumsýnir nýtt uppistand í kvöld.VHS Stefán segir að um ákveðið sérkenni hópsins sé að ræða. „Við byggjum alltaf stóran heim í kringum það sem við erum að gera. Við erum með mjög sterka fagurfræði sem við fylgjum eftir, frá nafninu, í markaðsefnið og í ljósahönnunina á sýningunni,“ segir hann. Vilhelm, eða Villi eins og hann er gjarnan kallaður, tekur í sama streng. „Okkur í VHS finnst alltaf dálítið gaman að setja svona stóra umgjörð í kringum uppistandið okkar,“ segir hann. „Við setjum mikla vinnu meira að segja í lagalistana sem eru spilaðir frammi og í sal. Það er þessi leikhúsnálgun á uppistandið sem er svolítið skemmtileg en svo er uppistandið voða venjulegt… uppistandslegt í rauninni.“ Má gera grín að öllu? Á undanförnum árum hefur umræða um það að hverju megi gera grín að orðið sífellt háværari. Þeir Villi og Stefán hafa báðir lagt fram sínar skoðanir í þá umræðu þegar hún kemur upp. „Ég er alveg hundrað prósent á því að það megi gera grín að hverju sem er,“ segir Stefán, aðspurður að því hverju megi gera grín að í dag. „Það eina sem hefur breyst er að fólk sem var alltaf afturendi gríns hjá mönnum sem líta út eins og ég, gagnkynhneigðir hvítir millistéttar- eða ofar, karlmenn, þau sem hafa alltaf orðið fyrir barðinu á svona gríni hafa í krafti samfélagsmiðla fengið röddina til þess að segja: „Mér finnst þetta leiðinlegt.“ Aðrir, eins og ég, hafa sagt: „Já, þetta er leiðinlegt, kannski ættum við ekki að níðast á trans fólki, eða samkynhneigðum, eða hverju sem er.“ Kannski ættum við ekki að níðast á fólki með gríninu okkar.“ Stefán Ingvar Vigfússon.VHS Villi segir þá að mikilvægt sé að kýla upp fyrir sig í gríni. „Þá særist enginn. Þegar ég er að gera eftirhermur af einhverri þjóð þá eru það þjóðir sem eru í mjög góðri stöðu. Það er til dæmis ekki hræðilegt að gera grín að Könum, gera amerískan hreim eða breskan hreim. Þetta er mjög vandmeðfarið en þetta er alltaf líka smá umræða.“ Stefán bendir á að hann hafi engin völd, það eina sem hann getur sagt er að sér finnist ákveðið grín ömurlegt. „Ef menn standa ekki betur með sjálfum sér og sínum hugmyndum en svo að líta á það sem einhverja árás þá eru þeir ekki sannfærðir um það sem þeir eru að segja.“ Frelsinu til að gera grín að hverju sem er fylgi þó frelsi til að gagnrýna það. „Alltaf þegar maður segir að það ætti ekki að segja svona þá fer fólk að segja: „Hey, ég er bara að opna umræðuna!“ Já, þetta er umræðan, þú opnaðir umræðuna, núna erum við að tala um þetta. Málfrelsið mitt nær jafn langt í að gagnrýna þig og málfrelsið þitt nær í að segja það sem þú vilt. Svo framarlega sem við erum ekki að hóta hvoru öðru ofbeldi eða eitthvað þá erum við bara góðir,“ segir Stefán. Grínið sem eldist best Í sambandi við þessa umræðu segist Villi vera hrifinn af því þegar grínistar ráðast á sjálfa sig. Þau í VHS geri mikið af því. „Það eldist líka best. Ef maður skoðar gamalt uppistand og sér hvað eldist vel með tímanum og hvað ekki þá sér maður á hvaða svæði maður á að vera,“ segir hann. Það sé kannski einmitt málið. Grínið sem er „í lagi“ í dag verði það kannski ekki í framtíðinni. „Ég var einmitt með grín um þetta sem sló ekki í gegn þannig ég hætti með það,“ segir Villi. „Þetta var fyndin pæling en ekki gott sem uppistand. Þá var það um að við yrðum fordómafull í garð vélmenna í framtíðinni. Það væri svona ekki vel séð, gaur sem hatar vélmenni. Það er týpískt eitthvað fyrir mína kynslóð til að vera ekki með á nótunum.“ Vilhelm Neto.VHS Gervigreindir hafa til að mynda þróast á ógnarhraða að undanförnu. Villi veltir því fyrir sér hvort þær muni einhvern tímann móðgast yfir gríni um sig. „Já ég er ekki stemningsmaður fyrir gervigreindinni, ég hef alveg talað um það líka. Kannski mun það eldast illa, hver veit.“ Væri fínt að hitta Brynjar Stefán hefur verið nokkuð áberandi í fjölmiðlum á síðasta ári. Ritdeilur hans og Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, hafa til að mynda vakið athygli. Stefán segir þó að hann fjalli ekki um Brynjar í sýningunni. „Ég er búinn að skrifa uppistand sem ég mun taka á öllum sýningum en síðan erum við alltaf með smá flex, ef það kemur eitthvað upp á í vikunni sem við verðum að snerta á. Ef okkur Brynjari lendir eitthvað í hár saman þá hugsa ég að ég muni alveg tala um það. Stefán segir þó að það sé kannski bara komið gott af síendurteknum rifrildum hans og Brynjars á netinu: „Það væri kannski fínt ef við myndum bara hittast í staðinn fyrir að rífast í gegnum fjölmiðla.“ Eitthvað fyrir alla Sem fyrr segir verður sýningin frumsýnd á morgun. Villi bendir á að um sé að ræða sýningu hjá uppistandshópi. Það geri það að verkum að ef einhverjum líkar ekki við eitt þeirra þá séu hin þrjú tilbúin að láta sá hinn sama hlæja. Brynjar Níelsson gæti þannig til að mynda skemmt sér yfir Villa, Vigdísi og Hákoni ef hann hefur ekki gaman að Stefáni. „Upp á svona miðaverð, ef fólk er óvisst hvort það eigi að koma, þá er einmitt vert að minna á að við erum fjölbreyttur hópur. Ef þér líkar ekki við einn þá eru alveg þrír aðrir tilbúnir að keyra sýninguna áfram. Þannig það er alltaf eitthvað fyrir alla, finnst mér.“
Uppistand Leikhús Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira