Bræður uppgötvuðu hvor annan á níræðisaldri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 22:02 Það tók bræðurna ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Facebook Röð tilviljana leiddi til þess að tveir bræður, sem höfðu ekki hugmynd um tilvist hvors annars, voru loksins sameinaðir á níræðisaldri. Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“ England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Hinn 87 ára gamli Allen Swinbank fæddist árið 1935. Faðir hans, John Spence-Swinbank, yfirgaf móður Allen þegar Allen var rúmlega sex mánaða. „Við töluðum aldrei um pabba minn af því af mamma mín hataði hann,“ segir Allen í samtali við Mirror. Þegar Allen var 26 ára gamall hitti hann föður sinn í fyrsta skipti. Faðir hans minntist hins vegar aldrei á það að Allen ætti bróður. Var sagt að pabbi hans hefði dáið í stríði Fyrir nokkrum vikum fékk Allen símtal frá ungri konu sem hann þekkti ekkert. Konan sem um ræðir heitir Natasha og hafði um töluvert skeið verið að kanna sögu fjölskyldu sinnar. „Ég held að afi minn sé skyldur þér,“ tjáði hún Allen. Í kjölfarið fékk Allen að vita að hann ætti hálfbróður að nafni John Robson sem er tveimur árum yngri en hann. John ólst upp hjá afa sínum og frænkum í bænum Bridlington í norðuasturhluta Englands. Honum var tjáð í æsku að faðir hans hefði látist í stríðinu. Sannleikurinn var hins vegar sá að faðir hans, og Allen, lést árið 1980, 68 ára gamall að aldri. Hann hafði áður verið í hernum og vann seinustu árin sem vagnstjóri. Draumur sem rættist Allen býr í Frazerburgh í Skotlandi. Í kjölfar símtalsins óvænta ferðaðist hann alla leið til Goole í Englandi til að hitta bróður sinn. Það tók þá tvo ekki langan tíma að tengjast hvor öðrum og reyndust þeir margt sameiginlegt. Báðir eiga þeir barnabarnabörn og báðir elska þeir mótorhjól. „Við féllumst í faðma og það runnu nokkur tár niður kinnarnar. Það var merkilegt að þetta skyldi hafa gerst, vegna þess að undanfarin ár hef ég einmitt svo oft leitt hugann að því hvað það væri gaman að eiga bróður eða systur til að geta deilt hlutunum með,“ segir Allen. Þá segir John að það hafi komið honum skemmtilega á óvart hvað Allen og faðir þeirra eru líkir í útliti. „Nágranni Allen spurði mig hvort ég væri bróðir hans og þegar ég játaði sagði hún að sig hefði grunað það, þar sem ég væri svo líkur honum. Það var dásamlegt að heyra það. Við tveir eigum margt eftir órætt. Þetta er draumur sem varð að veruleika.“
England Skotland Bretland Ástin og lífið Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira