Lenya Rún segir Suðurlandið biblíubelti Íslands Jakob Bjarnar skrifar 1. mars 2023 16:40 Ingvar Smári, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagðist hafa farið víða um land og sitt hvort væri hljóðið í kaffistofum landsmanna eða við kaffistandinn í þingflokksherbergi Pírata. Lenya Rún lét Ingvar Smára ekki eiga neitt inni hjá sér með það og svaraði fullum hálsi. vísir/vilhelm Á fundi Orators um útlendingalögin var frumælandi meðal annarra aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, Ingvar Smári Birgisson. Lenya Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var viðstödd og pundaði aðstoðarmanninn. Ferðalög hans um Suðurlandskjördæmi, biblíubelti Íslands, hefði lítið gildi. Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð. Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Lenya Rún var á því að frumvarpið væri illa úr garði gjört og að ekki hafi verið tekið tillit til ýmissa ábendinga þar að lútandi. Ingvar Smári var því ósammála og sagði það hafa þvert á móti farið í gegnum ansi mörg sigti. Það breytti ekki afstöðu Lenyu nema síður sér sem sagði frumvarpið samt ömurlegt. „Já. Það er þitt mat. Ég ferðast nú víða um landið og tala við allskonar fólk. Og mjög margir eru að skamma ráðherrana fyrir að ganga ekki lengra,“ sagði Ingvar Smári sem telur gjá milli þess sem fólk er að ræða á kaffistofum landsins og þess sem þingflokkur Pírata er að ræða á sinni. Það er þegar 1.19.45 eru liðnar af fundinum þegar til þessara orðahnippinga þeirra Ingvars og Lenyu kemur. Lenya Rún gaf ekki mikið fyrir þetta sjónarmið. „Þetta snýst ekki um Pírata heldur að gæta mannúðar. Að það sé skilvirkt kerfi og skilvirkt regluverk. Það að þú sért að fara útum allt í Suðurkjördæmi og tala við Biblíubeltið og hvað þeim finnst um núverandi útlendingalöggjöfina skiptir ekki máli,“ sagði Lenya Rún og varð þá nokkurt kurr í salnum sem og hlátrasköll; mörgum háskólaborgaranum, sem lagt höfðu leið sína á fund félags laganema í Háskóla Íslands, þótti þetta beint í mark hjá varaþingmanninum. Biblíubeltið í Bandaríkjunum hefur löngum verið kennt við stækt afturhald og óupplýsta afstöðu, þannig að ekki er þetta há einkunn sem varaþingmaðurinn gefur þessu tiltekna landsvæði Íslands, hvort sem hún hefur eitthvað til síns máls eða ekki. Staða Sjálfstæðisflokksins er afar sterk í því tiltekna kjördæmi. Ingvar Smári hafði þessi ummæli til marks í hvaða farvegi umræða um þessi mál eru stödd, hún sé afar pólaríseruð.
Lögmennska Alþingi Innflytjendamál Háskólar Píratar Trúmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira