Enga menningu að finna í boxum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. mars 2023 19:48 Elísabet Jökulsdóttir vill að barist verði fyrir því að halda lífi í bréfaskiptum landsmanna. Vísir/Egill Pósthús eru menning á undanhaldi að sögn rithöfundar sem harmar breytta póstþjónustu. Pósthúsum hefur víða verið lokað og segir hún að reka þurfi áróður fyrir bréfaskriftum. Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum. Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Í vikunni var greint frá því að Pósthúsinu í Mjódd yrði fljótlega skellt í lás. Fréttin er ekki einsdæmi því sömu sögu er að segja af pósthúsinu í Ólafsvík, Hveragerði, Bolungarvík, Súðavík, Grenivík, á Laugum, Reykjahlíð, Skagaströnd og Kópaskeri svo dæmi séu tekin. Pósthúsinu í Vesturbæ hefur verið lokað og er hverfispósthús Vesturbæinga nú í Síðumúla en ferðatíminn frá Hagatorgi að pósthúsinu tekur hátt í fjörutíu mínútur með strætó. Forstjóri Póstsins hefur sagt breytingar á póstþjónustu í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda enda hafi dregið úr eftirspurn eftir afgreiðslu pósthúsa. Elísabetu Jökulsdóttur rithöfundi finnst sorglegt að pósthús landsins séu svo gott sem á undanhaldi enda mikil menning fólgin í þjónustunni. „Á pósthúsinu kemur fólk saman og stendur í biðröð og er að senda mikilvægar sendingar.“ Pósthúsin séu mörg hver merkileg, sér í lagi pósthúsið í Pósthússtræti sem nú er mathöll. „Svona falleg pósthús eins og pósthúsið niðri í Pósthússtræti, maður sá það hvað það var merkilegt að reka pósthús, þetta var allt svo fallegt og útskorið,“ bætir Elísabet við. Leggur til áróðursherferð Elísabetu þykir sérstaklega miður hversu margir séu hættir að senda bréf og hvetur fólk til að gera meira af því. „Mér finnst ekki að við ættum að vera loka pósthúsunum heldur frekar að reka áróður fyrir því að við sendum bréf.“ Póstbox hafa að einhverju leyti komið í stað pósthúsa en Elísabet segir litla menningu að finna í slíkum boxum. „Það er ómögulegt. Við viljum ekkert svoleiðis heldur almennilegt pósthús,“ segir hún að lokum.
Pósturinn Menning Reykjavík Neytendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira