Landsmenn andi rólega þrátt fyrir opinberun meintra ósiða Eiður Þór Árnason skrifar 2. mars 2023 22:35 Kyana Sue Powers tók sér hlé frá því að sýna frá óvenjulegri náttúru Íslands og beindi sjónum sínum að óvenjulegri hegðun íbúanna. Samsett Enginn þarf að missa svefn þó að útlendingum þyki einkennilegt að Íslendingar sjúgi upp í nefið og tali á innsoginu í tíma og ótíma, að mati Alberts Eiríkssonar, matarbloggara og siðameistara. Kurteisisvenjur litist af uppeldi og menningu hverrar þjóðar fyrir sig og sumir siðir geti talist áhugaverð þjóðareinkenni. Myndskeið þar sem bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers fer yfir það sem henni þykir athugavert í fari Íslendinga hefur vakið athygli á TikTok. Powers hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið og furðar sig meðal annars á harðfisksáti og ropum á almannafæri, lélegum snjómokstri og óhóflegri Pepsi Max-drykkju. „Þið eruð alltaf að sjúga hor upp í nefið á ykkur. Það er ógeðslegt og raunar frekar ókurteist, hið minnsta þar sem ég er alin upp. Við myndum aldrei gera þetta og þið gerið þetta á almannafæri. Þetta er óskiljanlegt fyrir mér. Þið ættuð kannski frekar að ganga um með vasaklút,“ segir hún í myndskeiðinu sem hefur fengið tæplega 50 þúsund áhorf á TikTok. @kyanasue These are like my like Iceland Icks like omg #iceland #reykjavik #íslandstiktok A song with a moist and calm atmosphere(1013287) - inakome „Það er alltaf hressandi þegar einhver bendir okkur á hvernig við erum og við munum ekkert taka þetta of bókstaflega,“ segir Albert sem var fenginn til að leggja mat á þessar aðfinnslur í Reykjavík síðdegis. Hann tekur undir að glöggt sé gests augað og bendir á að fleiri útlendingar hafi vakið máls á þessum nefsogskæk Íslendinga. „Það er nú ekki það versta af öllu. Fyrir okkur er það verra að snýta sér með látum í servíettu en við sjúgum öll upp í nefið. Það er svolítið áhugavert það sem hún tiltekur, þessi sex atriði eins og að borða harðfisk á almannafæri. Það hefur ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem henni eða öðrum finnist athugavert en auðvitað er lyktin af harðfiski mjög sterk,“ segir Albert. „Svo er það þetta með að ropa án þess að afsaka sig. Ég held að þetta sé það sem margir útlendingar hafa nefnt. Við gerum þetta svolítið í hugsunarleysi og kannski tökum ekki eftir þessu sjálf. Ég myndi segja að af þessu sem hún tiltekur þá getum við helst bætt okkur í þessu og gert það kannski líka hljóðlega.“ Aðspurður um hvar Íslendingar þurfi helst að bæta sig þegar kemur almennt að borðsiðum segir Albert að landsmenn séu ekkert endilega að standa sig illa. „Við getum alltaf bætt okkur smátt og smátt hér og þar eins og að halda fallega á hnífapörum og vanda okkur aðeins með servíettuna en svona í stórum dráttum er þetta bara fínt. Kannski helsta vandamálið, og það á ekki bara við um Ísland heldur allan heiminn, það er notkun á símum við matarborðið.“ Albert kallar eftir því að fólk taki hið minnsta hljóðið af þegar það fer út að borða og reyni að skoða símann sem allra minnst. „En svo kannski ef maður er matarbloggari þá þarf maður aðeins að taka myndir,“ segir Albert léttur en sjálfur hefur hann lengi haldið úti síðunni Albert eldar. Taldi fyrst að fólk væri í vondu skapi Það kom honum sérstaklega á óvart að Powers hafi minnst á að hún væri óvön því að heyra fólk tala á innsoginu. „Það er svolítið eins og með að sjúga upp í nefið að við tökum ekki eftir þessu.“ Ekki sé heldur um séríslenska hegðun að ræða. „Við eigum alls ekki að hætta að tala á innsoginu. Þetta er svolítið skemmtilegt og ef þetta er þjóðareinkenni þá er það bara fínt,“ bætir Albert við. Að sögn Powers taldi hún í fyrstu að talsmátinn gæfi til kynna að fólk væri óánægt eða merki um kaldhæðni. Síðar hafi hún þó tekið þessa hegðun upp ósjálfrátt og tali nú jafnvel á innsoginu við samlanda sína í Bandaríkjunum. „Þessi stúlka er með fínustu landkynningu og við skulum vera ánægð með hana þó hún sé aðeins nett að pota í okkur,“ segir Albert en Powers hefur lengi sérhæft sig í því að framleiða og birta myndbönd sem eiga það sameiginlegt að hafa íslenska náttúru og menningu í forgrunni. Samfélagsmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Myndskeið þar sem bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powers fer yfir það sem henni þykir athugavert í fari Íslendinga hefur vakið athygli á TikTok. Powers hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið og furðar sig meðal annars á harðfisksáti og ropum á almannafæri, lélegum snjómokstri og óhóflegri Pepsi Max-drykkju. „Þið eruð alltaf að sjúga hor upp í nefið á ykkur. Það er ógeðslegt og raunar frekar ókurteist, hið minnsta þar sem ég er alin upp. Við myndum aldrei gera þetta og þið gerið þetta á almannafæri. Þetta er óskiljanlegt fyrir mér. Þið ættuð kannski frekar að ganga um með vasaklút,“ segir hún í myndskeiðinu sem hefur fengið tæplega 50 þúsund áhorf á TikTok. @kyanasue These are like my like Iceland Icks like omg #iceland #reykjavik #íslandstiktok A song with a moist and calm atmosphere(1013287) - inakome „Það er alltaf hressandi þegar einhver bendir okkur á hvernig við erum og við munum ekkert taka þetta of bókstaflega,“ segir Albert sem var fenginn til að leggja mat á þessar aðfinnslur í Reykjavík síðdegis. Hann tekur undir að glöggt sé gests augað og bendir á að fleiri útlendingar hafi vakið máls á þessum nefsogskæk Íslendinga. „Það er nú ekki það versta af öllu. Fyrir okkur er það verra að snýta sér með látum í servíettu en við sjúgum öll upp í nefið. Það er svolítið áhugavert það sem hún tiltekur, þessi sex atriði eins og að borða harðfisk á almannafæri. Það hefur ekki hvarflað að mér að það væri eitthvað sem henni eða öðrum finnist athugavert en auðvitað er lyktin af harðfiski mjög sterk,“ segir Albert. „Svo er það þetta með að ropa án þess að afsaka sig. Ég held að þetta sé það sem margir útlendingar hafa nefnt. Við gerum þetta svolítið í hugsunarleysi og kannski tökum ekki eftir þessu sjálf. Ég myndi segja að af þessu sem hún tiltekur þá getum við helst bætt okkur í þessu og gert það kannski líka hljóðlega.“ Aðspurður um hvar Íslendingar þurfi helst að bæta sig þegar kemur almennt að borðsiðum segir Albert að landsmenn séu ekkert endilega að standa sig illa. „Við getum alltaf bætt okkur smátt og smátt hér og þar eins og að halda fallega á hnífapörum og vanda okkur aðeins með servíettuna en svona í stórum dráttum er þetta bara fínt. Kannski helsta vandamálið, og það á ekki bara við um Ísland heldur allan heiminn, það er notkun á símum við matarborðið.“ Albert kallar eftir því að fólk taki hið minnsta hljóðið af þegar það fer út að borða og reyni að skoða símann sem allra minnst. „En svo kannski ef maður er matarbloggari þá þarf maður aðeins að taka myndir,“ segir Albert léttur en sjálfur hefur hann lengi haldið úti síðunni Albert eldar. Taldi fyrst að fólk væri í vondu skapi Það kom honum sérstaklega á óvart að Powers hafi minnst á að hún væri óvön því að heyra fólk tala á innsoginu. „Það er svolítið eins og með að sjúga upp í nefið að við tökum ekki eftir þessu.“ Ekki sé heldur um séríslenska hegðun að ræða. „Við eigum alls ekki að hætta að tala á innsoginu. Þetta er svolítið skemmtilegt og ef þetta er þjóðareinkenni þá er það bara fínt,“ bætir Albert við. Að sögn Powers taldi hún í fyrstu að talsmátinn gæfi til kynna að fólk væri óánægt eða merki um kaldhæðni. Síðar hafi hún þó tekið þessa hegðun upp ósjálfrátt og tali nú jafnvel á innsoginu við samlanda sína í Bandaríkjunum. „Þessi stúlka er með fínustu landkynningu og við skulum vera ánægð með hana þó hún sé aðeins nett að pota í okkur,“ segir Albert en Powers hefur lengi sérhæft sig í því að framleiða og birta myndbönd sem eiga það sameiginlegt að hafa íslenska náttúru og menningu í forgrunni.
Samfélagsmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira