Gætu hætt við þriggja liða riðla á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. mars 2023 23:30 Giovanni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Sathiri Kelpa/Anadolu Agency via Getty Images Sú ákvörðun gæti verið tekin síðar í þessum mánuði að hætta við þau áform að breyta fyrirkomulaginu á HM í knattspyrnu árið 2026 í þriggja liða riðla í stað fjögurra. Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið með breyttu sniði frá fyrri mótum þar sem liðum fjölgar úr 32 í 48. Mótið verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafði kynnt þá hugmynd að skipta mótinu niður í 16 þriggja liða riðla. Þannig myndu tvö lið fara áfram úr hverjum riðli og komast í 32-liða úrslit. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, hins vegar frá því að FIFA gæti snúist hugur um þessi áform. Lokaumferð riðlakeppninnar á HM í katar á síðasta ári hafi verið það spennandi að erfitt sé að taka burt þá spennu. Með þriggja liða riðlum gætu liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. Þá myndu þriggja liða riðlar einnig þýða að þriðjungur þjóða sem vinnur sér inn þátttökurétt á HM myndu aðeins spila tvo leiki áður en liðið væri fallið úr leik og þyrfti að halda heim á leið. Fjögurra liða riðlar á 48 liða heimsmeistaramóti gefur áhorfendum einnig 104 leiki til að fylgjast með, en þriggja liða riðlar þýða að heildarfjöldi leikja á mótinu yrði aðeins 80. Samkvæmt heimildum BBC gæti hugmyndinni um þriggja liða riðla verið snúið við á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Rúanda þann 16. mars næstkomandi. FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið með breyttu sniði frá fyrri mótum þar sem liðum fjölgar úr 32 í 48. Mótið verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hafði kynnt þá hugmynd að skipta mótinu niður í 16 þriggja liða riðla. Þannig myndu tvö lið fara áfram úr hverjum riðli og komast í 32-liða úrslit. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, hins vegar frá því að FIFA gæti snúist hugur um þessi áform. Lokaumferð riðlakeppninnar á HM í katar á síðasta ári hafi verið það spennandi að erfitt sé að taka burt þá spennu. Með þriggja liða riðlum gætu liðin tvö sem spila síðasta leik í riðlakeppninni hæglega kallað fram úrslit sem myndu hleypa þeim áfram á kostnað þriðja liðsins sem verður búið með sína tvo leiki. Þá myndu þriggja liða riðlar einnig þýða að þriðjungur þjóða sem vinnur sér inn þátttökurétt á HM myndu aðeins spila tvo leiki áður en liðið væri fallið úr leik og þyrfti að halda heim á leið. Fjögurra liða riðlar á 48 liða heimsmeistaramóti gefur áhorfendum einnig 104 leiki til að fylgjast með, en þriggja liða riðlar þýða að heildarfjöldi leikja á mótinu yrði aðeins 80. Samkvæmt heimildum BBC gæti hugmyndinni um þriggja liða riðla verið snúið við á fundi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Rúanda þann 16. mars næstkomandi.
FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira