Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með þeim vinkonum Sunnevu og Jóu tækla fjölbreytt verkefni á vinnumarkaði, eins og þeim einum er lagið.
Í þætti gærkvöldsins skelltu vinkonurnar sér á fjórhjól. Markmiðið var að læra að verða leiðsögumenn og tóku þær verkefninu alvarlega. Þær til að mynda fengu að taka hóp af ferðamönnum út í leiðsöguævintýri rétt við Grindavík og gekk það vonum framar eins og sjá má hér að neðan.