Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 3. mars 2023 08:03 Indiana Rós Ægisdóttir og Þórdís Björgvinsdóttir voru staddar í Smáralind að fræða fólk um píkuna. Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana. Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira
Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana.
Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Sjá meira