Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. mars 2023 19:01 Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. Skýrslan er með eindæmum. Það er alveg á hreinu að þegar gagnrýni og ávirðingar á einhvern starfsmann eða einhverja stofnun í skýrslu sem þessari eru settar fram án þess að gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um málið áður þá er verið að brjóta stjórnsýslulög. Andmælarétturinn er skýr. Á þennan hátt er hægt að segja hvað sem er um hvern sem er. Flokki fólksins í borginni finnst það ófagmannlegt í skýrslu sem þessari að birta slíkar ávirðingar án þess að andmælaréttur viðkomandi sé virtur. Hver er kominn til með að segja að þessar ávirðingar séu á rökum reistar? Gjörningurinn er sagður sparnaður Ef tekið er nærtækt dæmi þá kostar rekstur Borgarskjalasafns nálægt 7,5% af þeim fjármunum sem hafa runnið til starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs undanfarin ár, (200 milljónir á móti þremur milljörðum). Hvað fjármuni varðar þá er enginn vandi að fá út háar fjárhæðir ef nógu mörgum árum er hrært saman. Í raun kostar rekstur Borgarskjalasafns ekki mikið. Laun undir 100 milljónum króna á ári og annar kostnaður um 100 milljónir á ári. Einhverjir sjö milljarðar eru fundnir út með því að leggja saman einhver sjö ár ásamt fjárfestingarkostnaði sem ekki er greindur frekar á neinn hátt í skýrslu KPMG. Ekkert af þessu var borið undir borgarskjalavörð. Allt þetta ferli þarf að rannsaka. Flokkur fólksins hefur ítrekað óskað eftir að gerð verði úttekt og stjórnsýsluskoðun á starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs og hvernig þeim gríðarlegu peningum, sem hafa runnið til sviðsins á undanförnum árum, hefur verið varið. Nú liggur fyrir að Innri endurskoðun hefur á áætlun sinni úttekt á stafrænni innleiðingu og er fyrirhugað að ljúka henni á þessu ári. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Söfn Flokkur fólksins Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er. Skýrslan er með eindæmum. Það er alveg á hreinu að þegar gagnrýni og ávirðingar á einhvern starfsmann eða einhverja stofnun í skýrslu sem þessari eru settar fram án þess að gefa viðkomandi aðila tækifæri til að tjá sig um málið áður þá er verið að brjóta stjórnsýslulög. Andmælarétturinn er skýr. Á þennan hátt er hægt að segja hvað sem er um hvern sem er. Flokki fólksins í borginni finnst það ófagmannlegt í skýrslu sem þessari að birta slíkar ávirðingar án þess að andmælaréttur viðkomandi sé virtur. Hver er kominn til með að segja að þessar ávirðingar séu á rökum reistar? Gjörningurinn er sagður sparnaður Ef tekið er nærtækt dæmi þá kostar rekstur Borgarskjalasafns nálægt 7,5% af þeim fjármunum sem hafa runnið til starfsemi þjónustu- og nýsköpunarsviðs undanfarin ár, (200 milljónir á móti þremur milljörðum). Hvað fjármuni varðar þá er enginn vandi að fá út háar fjárhæðir ef nógu mörgum árum er hrært saman. Í raun kostar rekstur Borgarskjalasafns ekki mikið. Laun undir 100 milljónum króna á ári og annar kostnaður um 100 milljónir á ári. Einhverjir sjö milljarðar eru fundnir út með því að leggja saman einhver sjö ár ásamt fjárfestingarkostnaði sem ekki er greindur frekar á neinn hátt í skýrslu KPMG. Ekkert af þessu var borið undir borgarskjalavörð. Allt þetta ferli þarf að rannsaka. Flokkur fólksins hefur ítrekað óskað eftir að gerð verði úttekt og stjórnsýsluskoðun á starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs og hvernig þeim gríðarlegu peningum, sem hafa runnið til sviðsins á undanförnum árum, hefur verið varið. Nú liggur fyrir að Innri endurskoðun hefur á áætlun sinni úttekt á stafrænni innleiðingu og er fyrirhugað að ljúka henni á þessu ári. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar