„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 6. mars 2023 20:10 Jóhann Páll var ómyrkur í máli þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og Jóhanni var synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. „Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela“ Jóhann Páll segir að hann hafi lagt fram fyrirspurn sem fjallar um greinargerð sem er miðpunktur sérstaks stjórnsýslumáls hjá Alþingi. Það liggi líka fyrir að forsætisnefnd hefur fjallað um málið á þeim forsendum að um sé að ræða hluta af stjórnsýslu Alþingis. Þar segist hann vitna orðrétt í bréf frá forseta Alþingis til Lindarhvols ehf. frá árinu 2021. Þá hafi forsætisnefnd ákveðið að það eigi að birta skjalið á grundvelli upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um að stjórnsýsla Alþingis heyri undir gildissvið upplýsingalaga. „Þannig að ég tel það algerlega hafið yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmist og uppfylli skilyrði þingskapalaga. Þannig að það er mjög alvarlegt að mér hafi verið bannað að spyrja þessara spurninga. Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela. Þetta er mjög hættulegt fordæmi sem er verið að setja með því að meina þingmanni að spyrja spurninga sem hann á rétt á því að spyrja samkvæmt þingskapalögum,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Stjórnarliðar hafi hlammað sér á rauða takkann Atkvæðagreiðslu um málið var fresta í tvígang og Jóhann Páll segir það hafa verið vegna þess að kurr hafi verið í þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjögmiður. Ég tel að hér sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi og í raun verið að misbeita valdi, það er bara þannig,“ segir hann. Að lokum segir Jóhann Páll að málalyktir séu vonbrigði fyrir sig persónulega en að Alþingi hafi einnig beðið álithnekki vegna þeirra. „Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum sem felast í þessu.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. Atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi á sjötta tímanum og Jóhanni var synjað um beiðnina með 28 atkvæðum gegn 14. „Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela“ Jóhann Páll segir að hann hafi lagt fram fyrirspurn sem fjallar um greinargerð sem er miðpunktur sérstaks stjórnsýslumáls hjá Alþingi. Það liggi líka fyrir að forsætisnefnd hefur fjallað um málið á þeim forsendum að um sé að ræða hluta af stjórnsýslu Alþingis. Þar segist hann vitna orðrétt í bréf frá forseta Alþingis til Lindarhvols ehf. frá árinu 2021. Þá hafi forsætisnefnd ákveðið að það eigi að birta skjalið á grundvelli upplýsingalaga þar sem mælt sé fyrir um að stjórnsýsla Alþingis heyri undir gildissvið upplýsingalaga. „Þannig að ég tel það algerlega hafið yfir allan vafa að fyrirspurn mín samræmist og uppfylli skilyrði þingskapalaga. Þannig að það er mjög alvarlegt að mér hafi verið bannað að spyrja þessara spurninga. Maður veltir því fyrir sér hvað fólk er að fela. Þetta er mjög hættulegt fordæmi sem er verið að setja með því að meina þingmanni að spyrja spurninga sem hann á rétt á því að spyrja samkvæmt þingskapalögum,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Stjórnarliðar hafi hlammað sér á rauða takkann Atkvæðagreiðslu um málið var fresta í tvígang og Jóhann Páll segir það hafa verið vegna þess að kurr hafi verið í þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna þriggja. „Á endanum fór það hins vegar þannig að stjórnarmeirihlutinn hlammaði sér svoleiðis á rauða takkann og bannaði mér að spyrja þessara spurninga og það er bara mjögmiður. Ég tel að hér sé verið að setja mjög hættulegt fordæmi og í raun verið að misbeita valdi, það er bara þannig,“ segir hann. Að lokum segir Jóhann Páll að málalyktir séu vonbrigði fyrir sig persónulega en að Alþingi hafi einnig beðið álithnekki vegna þeirra. „Ég hef áhyggjur af þeim skilaboðum sem felast í þessu.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14 Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fær ekki að spyrja um Lindarhvol Meirihluti Alþingis hafnaði í dag að leyfa Jóhanni Páli Jóhannssyni þingmanni Samfylkingarinnar að leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Þetta er í fyrsta sinn frá 1989 sem álíka atkvæðagreiðsla fer fram. 6. mars 2023 18:13
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43
Hundskammar þá sem vilja kreista út greinargerð um Lindarhvol Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir forkastanlegt hversu hart margir ganga fram í að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda verði lögð fram. 1. mars 2023 14:14
Leyndin um Lindarhvol sögð „lögfræðilegir loftfimleikar Birgis“ á þinginu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fyrir viku fram skriflega fyrirspurn um Lindarhvol ehf. til forseta Alþingis. En svo brá við að Birgir Ármannsson forseti leyfði ekki fyrirspurnina. 28. febrúar 2023 15:22