Lífið

Setja upp söng­leik um tón­list Sálarinnar: „Elska gamla tón­list“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verzlingar kunna sannarlega að setja upp söngleiki.
Verzlingar kunna sannarlega að setja upp söngleiki.

Söngleikur Verzlinga að þessu sinni fjallar um tónlist hljómsveitarinnar Sálarinnar hans Jóns Míns.

Í Íslandi í dag fékk Sindri Sindrason að kynnast þeim sem standa á bak við söngleikinn en Verzlunarskóli Íslands hefur árlega sett upp söngleik og það í áratugi.

Verkið ber einfaldlega nafnið Hvar er draumurinn eftir þekktu lagi Sálarinnar.

„Ég sjálf elska gamla tónlist og var ekki lengi að hoppa á bátinn. Þetta er allavega fyrir minn tíma og við erum að taka mestmegnis tónlist á níunda áratugnum, allt áður en ég fæddist,“ Karen Norquist Ragnarsdóttir

„Hugmyndin kviknaði eiginlega bara á sundlaugabakkanum á Ítalíu í sumar. Þá var ég bara að reyna finna hvað við ætluðum að setja upp og datt eiginlega bara inn á Sálina,“ segir Höskuldur Þór Jónsson leikstjóri verksins. Sjálfur útskrifaðist hann úr skólanum fyrir fjórum árum.

„Leikritið fjallar um vinahóp og líf þeirra, hvernig þau eru að reyna finna drauminn og allskonar sorg, ást og drama,“ segir Rebekka Rán Guðnadóttir.

„Ég leik hann Atla og Atli er svona þessi fyndni gúffí gæi og alltaf stutt í húmorinn hjá honum svona eins og ég er kannski sjálfur svolítið í skólanum,“ segir Aron Ísak Jakobsson.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.