Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:27 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að aðgangur að opinberum upplýsingum sé meginreglan sem ekki verði vikið til hliðar nema af ástæðum sem varði almannahag enn meiru, til dæmis þjóðaröryggi. visir/einar Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43