ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2023 11:30 Sigurður Bragason missir af næstu tveimur leikjum ÍBV vegna bannsins. Vísir/Diego Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði aganefndar HSÍ sem birtur var í gær. Sigurður var þar úrskurðaður í tveggja leikja bann en það var þó ekki vegna fyrrgreinds atviks því aganefnd ljóst að aðilum bæri í grundvallaratriðum ekki saman um hvað gerst hefði. Orð stæði gegn orði hvað þennan hluta málsins varðaði og frekari sannanir væru ekki fyrir hendi. Sigurður fékk bannið hins vegar þar sem sannað þótti að hann hefði sýnt af sér afar óíþróttamannslega framkomu gagnvart starfsmönnum og leikmönnum Vals, eftir dramatískan sigur ÍBV gegn Val í Olís-deildinni um þarsíðustu helgi, og viðhaft orðin „fokkaðu þér“ gagnvart leikmanni Vals. Sigurður viðurkenndi að hafa látið þau orð falla en sagðist hafa gert það eftir að hafa snöggreiðst þegar hann var sakaður um að slá starfsmanninn á rassinn. Í greinargerð ÍBV segir að lýsingar á því atviki, í bréfi framkvæmdastjóra HSÍ til aganefndar, hafi verið rangar og meintri hegðun Sigurðar „nánast lýst eins og um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða“. Hið rétta sé að Sigurður hafi ætlað að þakka starfsmanninum fyrir leikinn en í sama mund hafi hann snúið sér við og beygt sig niður: „Sigurður beygir sig niður til hennar og hægri höndin á honum fer yfir bakið á liðsstjóranum og fer á mjöðmina á henni. Sigurður klappar þá tvisvar með vinalegum hætti í hægri mjöðm, við mjaðmarkúlu liðsstjórans með orðum um þakkir fyrir leikinn,“ segir í greinargerð ÍBV. Engar upptökur eða lýsingar vitna Í niðurstöðu aganefndar er erindi framkvæmdastjóra HSÍ, þar sem Sigurði var gefið að sök að hafa slegið í rass starfsmanns Vals, vísað frá vegna skorts á gögnum. Tekið er fram að atvikalýsingin í bréfinu sé í samræmi við greinargerð sem óskað var eftir frá Val, þar sem starfsmaðurinn lýsti sinni hlið á málinu en eins og fyrr segir er hún á skjön við lýsingar ÍBV. Úrskurðurinn um bann byggir því eins og fyrr segir á því að Sigurður hafi sýnt óíþróttamannslega framkomu, með því að fagna fyrir framan hóp Valsara „með öskrum og mjög áberandi hætti“, eins og segir í skýrslu dómara, og með því að segja leikmanni Vals að „fokka sér“. Aganefnd bendir hins vegar á að ekki sé útilokað að atvikið sem snýr að snertingu Sigurðar við starfsmann Vals verði tekið fyrir að nýju. Til þess þyrfti aganefnd að berast nýtt erindi og frekari upplýsingar um málsatvik. Nefndin bendir á að engin ósk hafi borist um að aðilum væri gefinn kostur á munnlegum eða skriflegum málflutningi, og að ekki hafi legið fyrir myndbandsupptökur, lýsingar vitna eða skýrsla dómara eða eftirlitsmanns um þetta atvik. Rétt er að taka fram að málið var tekið fyrir vegna erindis framkvæmdastjóra HSÍ og vegna skýrslu dómara, en ekki að frumkvæði Valsara sem samkvæmt upplýsingum Vísis hafa ekki í hyggju að aðhafast neitt vegna úrskurðarins. Gæti snúið aftur í úrslitaleik gegn Val Eins og fyrr segir var Sigurður úrskurðaður í tveggja leikja bann. Því er mögulegt að hann snúi aftur úr banni í bikarúrslitaleik gegn Val um þarnæstu helgi, því bæði lið leika í undanúrslitum í næstu viku og Eyjakonur eiga leik við Hauka í Olís-deildinni á föstudagskvöld. Vísir hefur reynt ítrekað að ná tali af Sigurði vegna málsins en án árangurs.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira