„Byrjuðum ekki nægilega vel“ Hinrik Wöhler skrifar 10. mars 2023 20:05 Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka. Vísir/Diego Eyjakonur sigruðu Hauka með sjö mörkum, 30-23, í Olís-deild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Díana Guðjónsdóttir, sem er nýtekin við aðalþjálfarastöðunni eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum, var svekkt með tapið en leit þó björtum augum á framhaldið. „Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin. Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sjá meira
„Við náttúrulega byrjuðum ekki nægilega vel og staðan var orðin 5-1 eftir rúmlega fjórar mínútur. Síðan náðum við að stilla okkur af og fórum að vinna eftir reglunum sem var búið að setja varnarlega. Þegar við hættum því og fórum of framarlega þá misstum við þær fram úr okkur,“ sagði Díana eftir leikinn í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik stungu Eyjakonur af undir miðbik síðari hálfleiks. Það hægðist talsvert á sóknarleik Hauka í síðari hálfleik eftir fína frammistöðu í þeim fyrri. „Ég myndi nú segja að það var skotnýtingin og það vantaði meiri áræðni, það er bara hlutur sem við lögum og það er ekkert sem ég hef áhyggjur af. Það sem ég hef áhyggjur af núna er að við brennum af fjórum vítum í dag og fimm í síðasta leik. Sóknarleikurinn á köflum var mjög góður en það vantaði kannski upp á skotnýtinguna, hún var ekki nægilega góð.“ Eftir að Ragnar Hermannsson lét af störfum eftir síðasta leik sem þjálfari Hauka var tilkynnt að Díana Guðjónsdóttir og Halldór Ingólfsson muni stýra liðinu út tímabilið. „Það leggst bara vel í mig, ég er náttúrulega búin að þjálfa lengi, en ég ætla ekki að segja ykkur hversu lengi. Mér líst vel á þetta og ætla að gera mitt besta,“ segir Díana glettin. Næsti leikur Hauka er á móti sterku liði Vals í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Auðvitað er þetta erfiður leikur á móti Val, það er engin spurning. Við förum klárlega í bikarinn til að njóta og hafa gaman. Það eru forréttindi að vera í höllinni og leikirnir á móti Val hafa oft verið hörkuleikir. Við skoðum þennan leik vel og stillum saman strengi, þetta er allt á góðri leið,“ sagði Díana í lokin.
Handbolti Olís-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30 Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 23-30 | Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta með sjö marka sigri á Ásvöllum í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. mars 2023 19:30
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti