Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 13. mars 2023 22:22 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, krefst svara um hvers vegna forseti Alþingis vill ekki birta greinargerð um Lindarhvol ehf. Vísir/Stöð 2 Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin. Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Málefni Lindarhvols ehf. voru enn og aftur til umræðu á Alþingi. Þingmenn hafa krafist þess að fá aðgang að greinargerð sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi vann um starfsemi félagsins. Fjármálaráðherra setti félagið á fót til þess að fara með eignir föllnu bankanna sem féllu ríkinu í skaut við bankahrunið. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur neitað að verða við óskum þingmanna um að greinargerðin verði birt. Hann ítrekaði þá afstöðu sína á þingi í dag. Lindarhvoll birti fyrir helgi lögfræðiálit sem forsætisnefnd Alþingis óskaði eftir fyrir tveimur árum um hvort rétt væri að birta greinargerðina. Niðurstaðan var að skylt væri að veita almenningi aðgang að henni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, var ein þeirra sem kallaði eftir svörum við því hvers vegna Birgir ætlaði að hunsa lögfræðiálitið. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Þorbjörg að forseti Alþingis væri í algerum minnihluta á þingi og í forsætisnefnd með þá afstöðu sína að birta ekki greinargerðina. Hann hafi þó sem forseti neitunarvald í málinu. Hún sakni þess að forseti færi rök fyrir því hvað valdi. „Ég veit að formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki birta þessa greinargerð. Ég veit ekkert hvað í henni stendur eða hvort þar sé eitthvað fréttnæmt en prinsippið er bara þetta gagnsæi um meðferð á fjármunum ríkisins,“ sagði Þorbjörg og vísaði til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Mögulegt sé að greinargerðin komi aldrei fyrir augu almennings. „Það gæti orðið niðurstaðan ef forsetinn ætlar að halda sig við það að fara gegn mjög afdráttarlausu lögfræðiáliti sem segir að honum sé beinlínis skylt að gera þetta, já, því miður,“ sagði þingmaðurnin.
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36
Lindarhvoli ber að afhenda álitsgerð MAGNA um félagið Lindarhvoli ehf. er skylt að veita Frigus II ehf. aðgang að álitsgerð MAGNA lögmanna sem lögmannsstofan vann fyrir forsætisnefnd Alþingis. Álitsgerðin fjallar um hvort afhenda ætti blaðamanni greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um starfsemi Lindarhvols. 8. mars 2023 21:29